Ó Shawn…

0
2670

Það er enn í fersku minni hjá okkur sem lifum og hrærumst í Bachelor heiminum (fulldramatísk kannski) þegar Shawn og Kaitlyn slitu sambandi sínu, trúlofun og sameiginlegu lífi, seint á síðasta ári eftir að hafa fellt saman hugi sína í Bachelorette þáttunum.

Við erum að tala um ást við fyrstu sýn og kom það engum á óvart þegar þau fóru í sleik í lokaþættinum, nýtrúlofuð.

Þau áttu samt sem áður ansi erfiðan sprett í þáttunum þegar Kaitlyn og Nick ( sem keppti um hjarta Kaitlyn) sváfu hjá hvort öðru …áður en kom að fantasy suit.

Image result for kaitlyn bristowe crying gif

Image result for kaitlyn bristowe crying gif

Það var svaaaakalegt twist get ég sagt ykkur. SVAKALEGT!!

Ég hélt þá að Kaitlyn væri búin að rústa Shawn og sambandinu sem þau áttu, en Shawn lét það ekki stoppa ástina sem hann bar til Kaitlyn.

Árin 3 liðu og virtust þau vera að kafna úr ást á hvort öðru. Árið 2018 fór ástin að fjara út og tilkynntu þau um skilnað sinn í nóvember á síðasta ári.

Ég átti erfitt með að sætta mig við þessi sambandsslit, þar sem þau voru í miklu uppáhaldi.

Fyrir ekki svo löngu fóru að berast fréttir af því að Kaitlyn og Jason sem er fyrrum keppandi í Bachelorette, væru að stinga saman nefjum.

Þau hentu sér í kjölfarið á opinbert deit ef svo má kalla það, og leyfðu heiminum að fylgjast með í instastories hvað það var gaman hjá þeim, Jason sást kyssa Kaitlyn og alveg ferlegt fjör hjá þeim.

Shawn hefur opnað sig um þær tilfinningar sem bærðust innra með honum þegar hann sá þetta gerast, í podcastinu ,,Almost Famous, Into The Depth” hjá Ben Higgins og Ashley I Laconetti, sem einnig eru þekkt í Bachelor heiminum.

Shawn segir að hann sé að reyna að skilja allt núna og að fylgjast með Kaitlyn dýfa sér beint í annað samband láti hann efast um allt þeirra samband.

Hvort að það hafi raunverulega verið eins djúp ást og hann hélt. Honum sárnaði að sjá Kaitlyn gera þetta svona public, og hann hafi velt þeirri spurningu fyrir sér að kannski hafi þau ekki verið rétt fyrir hvort annað.

Hann syrgir ekki bara ástina sem þau áttu, heldur segir hann líka að við þessi sambandsslit hafi hann misst besta vin sinn, sem fór með honum í gegnum súrt og sætt

Image result for sad gif

Hann segist nú samt sem áður vera glaður yfir því að sjá að Kaitlyn sé glöð ,en það sé sárt á sama tíma, því það sé ekki hann sem sé að gera hana hamingjusama. Hann segist líta á björtu hliðarnar og að á vissan hátt hjálpi þetta honum að halda áfram með sitt eigið líf.

Image result for sad gif

Ó Shawn. Don´t make me cryyyyyyy. Ég elska Shawn, og ég neita því ekki að ég hélt í smá von um að þau myndu taka saman aftur. Mér sýnist á öllu að Kailtyn sé búin að drepa þann draum alveg.

Podcastþátturinn fer í loftið á morgun, sunnudag, og ég get hreinlega ekki beðið eftir að fá allan þáttinn beint í æð!

ÞIÐ FÁIÐ FLEIRI FRÉTTIR AF FRÆGUM Í INSTASTORIES HJÁ MÉR! Svokallaðar örfréttir. I know U would love it to!

Check it out👇

Previous articleKanye For President
Next articleÍslenska Fjallið
Eiginkona, mamma, Hollywood Expert (heimatilbúinn titill) skemmtikraftur, blómskreytir, bloggari & áhrifavaldur. Mun láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar hér inni....og mun einbeita mér að lífi fræga fólksins sem staðsett er um allan heim!! Hollywood here we come!