Of heitt til að höndla?

0
2263

Guð minn almáttugur.

Haldiði að það hafi ekki sést til nýs pars sem veður um L.A hönd i hönd.

Ég er að tala um Lörsu Pippen, sem er fyrrum eiginkona Scottie Pippen OG fyrrum besta vinkona Kim Kardashian- þær eru nefninlega hættar að vera vinkonur, og Harry Jowsey sem skaust fram á sjónarsviðið í þáttunum ,,Too hot to handle” á Netflix.

Þau lúkkuðu frekar kósí og nálægt hvor öðru á myndum sem ég hef séð, flissandi eins og unglingar á kynþroskaskeiðinu að taka myndir af sér saman.

Larsa útskýrði þennan hitting og sagði að hana hafi vantað danskennslu og þessvegna hringt í Harry. Harry sagði þá í kjölfarið að hann ætlaði að kenna Lörsu salsa. Salsa palsa my ass!!!

Yeaaahh right- trúi ekki orði. Kannski dansa salsa to the bedroom eins og Jason Derulo syngur. Ég finn svo mikla lykt af athyglissýki frá þeim báðum að ég er komin með grímu. Harry er rosa mikið að mjólka held ég og þau eru bæði að elska þessa athygli sem þau eru að fá.

Larsa er 46 ára og Harry 22 ára-verður sambandið ,,Too hot to handle”? Það á eftir að koma í ljós , ég gef þeim allavega ekki meira en ca.viku í viðbót. Og ég gef þeim viku, því þau munu þrauka það til að fá fleiri paparazzi myndir af sér saman. En ég skil ekkert hvernig þessum tveim datt í hug að hittast! Ég skil ekkert!