Eina rannsóknin sem þið þurfið að lesa í dag!

0
2092

Það er blússandi fössari í minni og fréttin sem ég ætla að sigla með ykkur inn í snýst um virðulega rannsókn sem var gerð á dögunum. Og þið vitið að þegar ég segi virðuleg- þá meina ég hvert orð. Ég hafði virkilega gaman af því að renna í gegnum myndirnar sem fylgdu  henni og fannst nauðsynlegt að deila henni með ykkur.

Hot Episode 1 GIF by The X-Files - Find & Share on GIPHY

Þið vitið kannski að í dag er allt rannsakað, ekki bara áhrif kórónuveirunnar. Nú er s.s búið að rannsaka hvaða leikari birtist oftast ber að ofan í kvikmyndum sínum og ég ætla að telja upp topp 5 listann.

Í 5.sæti er hjartaknúsarinn sem klessti á ísjakann, Leonardo DiCaprio

Í 3 og 4 sæti deila tveir myndarlegir menn, en það er maðurinn sem klæðist nýþröngum Súperman búning, Henry Cavill og Star Wars stjarnan Hayden Christensen

Setjið ykkur nú í stellingar og giskið! Hver haldið þið að vermi topp 2 sætin?

Í öðru sæti er hafmeyjan Jason Momoa og dammdararaaaa:

Fyrsta sætið hrifsar Íslandsvinurinn Zac Effron til sín, en hann hefur leikið ber að ofan í helming mynda sinna, hvorki meira né minna! Þetta er held ég skemmtilegasta rannsókn sem ég hef kynnt mér og ég er nokkuð viss um að þið hafið ekki lesið skemmtilegri frétt í allan dag!