Óhhh Mandy!

0
1890

Hin dásamlega leik-og söngkona Many Moore er officially off the market, en hún gekk að eiga unnusta sinn, tónlistamanninn Taylor Goldsmith, síðastliðinn sunnudag.

Brúðkaupið var mjög í anda Mandy, smá boho fílingur í því, einungis 50 gestum var boðið og það var haldið í bakgarðinum heima hjá þeim. Meðal gesta var að sjálfsögðu This is Us fjölskyldan sem hefur látið heiminn gráta með sér í tvö ár.

Mandy og Taylor kynntust á Instagram árið 2015 (how cute) og bað hann hennar árið 2017. Þetta er ekki fyrsta hjónaband Many, en hún var áður gift tónlistarmanninum Ryan Adams í 6 ár.

Mandy sagði fyrir þennan stóra dag, að hún ætlaði svo sannarlega ekki að klæðast hvítu þar sem þetta væri hennar annað hjónaband, og klæddist hún dásamlega fallega bleikum kjól.

Annars er 3. þáttaröðin af This is Us komin út og ég er að segja ykkur það, hún skilur mann eftir svoleiðis horgrenjandi þó að ekkert sorglegt hafi gerst. Þessir þættir eru eitthvað next level dæmi. Ná manni alveg inní innstu hjartarætur.