Pési, Pési , Pési….

0
2881

Bachelor nation, hvar á ég að byrja?!

Ef þú ert ekki búin/n að horfa á nýjasta þáttinn, þá skaltu hætta að lesa.

.

.

.

Það er góð ástæða fyrir því afhverju ég hef EKKERT skrifað um nýjustu þáttaröðina af Bachelor, sem fer eins og stormur um heiminn.

Ástæðan er einföld. Það hefur ekkert season kveikt jafn lítið í mér og seasonið um leit flugmannsins Péturs að ástinni. Og ég get í raun ekki fault-að Peter,  því hann er að reyna að rembast eins vel og hann getur. Ég kalla hér með á framleiðendur þáttanna.

Myndaniðurstaða fyrir what are you doing gif

Hvern fjandann eru þau að gera!! Það er í rauninni búið að eyðileggja heilt season með bulli.

Aldrei verið eins mikið drama, og þá meina ég aldrei. Ég hef sjaldan tengst samböndunum jafn lítið og það er óþolandi- OG  mér finnst allar stelpurnar sem hafa komið fram vera óþroskaðar og á engan hátt tilbúnar í þetta dæmi.

Myndaniðurstaða fyrir so angry gif

Ég er eiginlega alveg brjáluð. Kem sjálfri mér smá á óvart hversu heitt í hamsi mér verður að hugsa um þetta allt. Ég hef ekki hugsað mér að taka allt seasonið fyrir núna heldur bara síðasta þátt.

The Fantasy Suit.

Hannah Ann. Rosalega mikil dúlla. Stelpa sem ég hélt í byrjun að yrði mesta bitch-in, en kom svo í ljós að hún var með hjartað á réttum stað. Einhvernvegin finnst mér hún mjög ung, þrátt fyrir að ég hafi verið búin að gifta mig á sama aldri og hún. Ef ég ber hana saman við Hönnuh B. þá sjáum við öll að það er GÍGANTÍSKUR munur í þroska.

Ef Pési endar með henni, þá held ég að ég myndi alveg halda með þeim. Hún er mjög skilningsrík á allt ferlið og með gott hjarta. Upplifi samt vandamálið að mér finnst ég hafa kynnst henni of lítið og sambandi hennar og Peters. Sem er óþolandi.

Myndaniðurstaða fyrir titanic sex gif

Þau tóku sex-boði Chris Harrison og áttu sjóðandi heita nótt. Hannah Ann fer svo aftur á hótelið ÞAR SEM HÚN DEILIR HERBERGI MEÐ HINUM STELPUNUM.

Hver fjandinn er það!!!! Það hefur ekki verið gert áður í Fantasy Suit vikunni. Þá hafa stúlkurnar verið með sérherbergi og getað legið í rúminu og látið sig dreyma í friði um sveittu nóttina sem þær áttu.

En nei, núna koma þær skælbrosandi og rjóðar í vöngum, beint í flasið á hinum tveim og sitja svo allar þrjár og stara á hvor aðra. Ég fékk beinverki og hita þegar ég horfði upp á þetta í gær.

Næsta deit.

Dramadrottningin Victoria F sem hefur verið heitasta topic slúðurkóngsins Reality Steve, sökum titilsins ,,hjónabandsdjöfull” sem hún er með á sér. Victoria F. olli 4 hjónaskilnuðum, þar á meðal hjá nánum vinum sínum.-með því að halda við eiginmennina…en Pési vill trúa henni. Að þetta séu ósannar sögur. Hann trúir með typpinu. Afsakið orðbragðið.

Vicci er náttúrulega stunner. Gullfalleg, ótrúlega fögur og flott og með exótískt útlit. En stúlkan hefur greinilega látið fara illa með hjartað sitt of oft, því hún veit ekkert hvernig eðlilegt samband virkar… allavega virkar það þannig á mig. Hún kann ekkert á heilbrigt samband þar sem fólk tjáir sig. Hún er eiginlega stóru vonbrigðin mín, því ég man að ég hélt með henni í fyrstu þáttum ,því mér fannst hún svo flott og æðisleg dúlla. SVo fóru að renna á mig tvær grímur.

Myndaniðurstaða fyrir hump gif

Pési hugsar svo mikið með bibbanum á sér, að allt í einu er hann geðveikt spenntur yfir öllum rifrildunum við hana, finnst þau hafa sigrað fjöll í sambandinu og rosa kemistrí á milli. Pétur minn, þú átt aldrei eftir að endast í sambandi sem er klikkað frá upphafi.

Þau fara í fantasy suit, eiga sjóðandi sex, pottþétt 15 sinnum miðað við hvað Pétur var spólandi í hana og hún fer rjóð tilbaka beint í flasið á hinum,-sem vita nákvæmlega hvað hún var að gera um nóttina.

Mig verkjar smá að hugsa um þetta allt!

Að lokum er það svo meyjan Maddison.

Ofboðslega góð stúlka, með hjartað á réttum stað. Þau byrja deitið á að vaða upp á þakið á einhverri himinhárri byggingu. Þegar þau koma upp fara þau í einn rosalegasta sleik sem ég hef séð.

Myndaniðurstaða fyrir kiss gif

Höfuðin á þeim voru á fleygiferð hægri ,vinstri og ég beið eftir að þau myndu rífa sig úr fötunum.

Það gerðist hinsvegar ekki- því Maddison er mjög trúuð og er hrein mey. Saving herself for marriage. Gott og blessað, you do you. Það sem stuðaði mig hinsvegar var the ultimate-um sem hún setti Peter. Ef hann myndi stunda kynlíf með hinum stúlkunum þá væri þetta búið á milli þeirra.

Myndaniðurstaða fyrir its over gif

Þarf víst ekki að taka fram að hennar deit var síðast í röðinni, og Pési því með ,,hann” bólginn á deitinu við Madi. (sorry aftur fyrir orðbragðið).

Girl, do you not know what you were signing up for!!

Peter er mjög vocal um það hversu heitt hann elski Madi, og mér finnst hann segja meiri og stærri hluti við hana en hinar, og mér finnst eins og honum langi til að enda með henni.

Hann hinsvegar vissi ekki að Madi var hrein mey fyrren kom að Fantasy Suit, sem mér finnst vera ljótt af Madi að halda frá honum. Ekki að það skipti máli, hinsvegar finnst mér þetta vera það stórt að hún átti að vera löngu búin að segja honum.

Þau eru búin að vera það náin og mikið saman að mér finnst undarlegt að hún hafi ekki deilt þessu með honum. Ég er persónulega ekki mikið fyrir ,,jesúhalelúja” sönginn sem er svo oft sunginn af ameríkönum, og foreldar Madi fannst mér mjög fráhrindandi fólk.

Fólk má samt trúa eins og það vill fyrir mér- höfum það á hreinu.

Þátturinn endaði með að Madi gekk frá Peter, og elsku drengurinn stóð einn eftir. Hann hefur ekki átt sjö daganna sæla síðan þættirnir byrjuðu, og framleiðendur hafa látið hann ganga í gegnum ógeð að mínu mati, og alls ekki passað upp á hjartað hans í ferlinu.

Mér finnst ómögulegt að segja til um lokaþáttinn, hvernig allt endar.

Ég hef heyrt að hann endi með einum framleiðandanum, að hann endi með engri- en Peter hefur sjálfur sagt að hann sé ástfanginn í dag.

Því hefur verið haldið fram að Reality Steve ,sem hefur vanalega verið kominn með úrslitin ljós á undan lokaþættinum, haf verið borgað fyrir að þegja um úrslitin. Ég man allavega ekki eftir að Steve hafi ekki verið kominn með þetta.

Ég er loksins orðin spennt af sjá hvernig þetta endar og get ekki beðið eftr ,,Women tell all”- það hlýtur að enda með slagsmálum!