Pete hendir áhorfanda úr sal

0
1652

Pete Davidson lét henda manni út af uppistandi sínu í SNL þann 25 febrúar síðastliðinn.

Pete var nýbyrjaður með uppistandið og var búin að segja eina setningu : ,,Ah, what’s going on….so my friend died in my apartment,”.. hann komst ekki lengra með grínið, því maður kallaði þá upp : ,,Mac Miller?”

Þá fauk verulega í Pete og sagðist ekki trúa því að einhver væri að segja þetta upphátt. Hann hvatti áhorfendur sína að láta sig vita hvar viðkomandi maður sæti, því hann vildi fá hann út úr salnum. Pete sagði jafnframt að ef áhorfendur í sal myndu ekki gefa upp hver það væru, myndi hann sjálfur labba út.

“I’ll leave. I’ll leave so if you want the show to continue, call out the person who did it. We’ll give him his money back and get him the f**k out. I don’t want that sh*t at my shows. If you sit next to the person who did that, call him out cause I’ll just leave right now. I don’t give a sh*t. I don’t deal with that sh*t at my shows. I deal with it enough,”

Þetta hitti greinilega á virkilega erfiðan stað hjá Pete, en eins og allir muna að þá var hann hamingjusamlega trúlofaður Ariönu Grande þegar Mac Miller lést af of stórum skammti. Dauðsfall Mac varð Ariönu um megn og slitu hún og Pete trúlofun sinni stuttu seinna. Pete hefur átt erfitt síðustu mánuði þar sem hann hefur glímt við sjálfsvíghugsanir og hefur hann greint frá því opinberlega.

Viðkomandi aðili fannst í salnum og var honum gert að yfirgefa salinn. Hann fékk víst peninginn sinn endurgreiddann og Pete tók upp grínþráðinn aftur.