Plz come back Mr. Buble

0
2046

Sú harmafregn barst mér frá Hollywood í gær að Michael Buble væri að leggja mækinn á hilluna. Ég trúi þessu ekki!!

Michael ,sem gaf sitt síðasta viðtal í gær segir að nýjasta platan hans ,,Love” muni verða hans lokaverk, og segir hann jafnframt að þetta sé hans besta plata.

Fyrir tveim árum gerðist sá mikli harmleikur að sonur hans Noah, greindist þriggja ára gamall með krabbamein. Michael setti allan feril sinn á hold og einbeitti sér að fullu að syni sínum og eiginkonu. Hann hvarf í raun af yfirborði jarðar. Hætti á samfélagsmiðlum , kom hvergi fram og gaf engin viðtöl.

Hann segir að þessi lífsreynsla hafi breytt honum til frambúðar og í dag hafi hann ekki löngun til að koma fram fyrir framan þúsundir manna og syngja. Hann hafi ekki löngun til að vera í sviðsljósinu lengur og vill hann frekar einbeita sér að konu sinni og börnum. Hann hafi áttað sig á þessu þegar hann upplifði þennan hræðilega veruleika sem þau hjónin glímdu við þegar Noah var sem veikastur.

Buble sem hefur selt yfir 75 milljón platna og unnið til fjögurra Grammy verðlauna segir að hann muni aldrei getað talað um þessa lífsreynslu án þessa að brotna niður.

Í dag, tveimur árum eftir greiningu Noah er hann loksins á batavegi,  en Buble segir :  ,,My son’s diagnosis helped me see how I had become fixated on my own success.” – og að þurfa að upplifa þetta helvíti til að átta sig á því, sé það versta í öllum heiminum.

Buble átti virkilega erfitt í þessu viðtali og brotnaði oft niður.

Elsku elsku Buble. Ég hef verið gríðarlega mikill aðdáandi hans frá því hann kom fyrst fram á sjónarsviðið með fallegu djúpu röddina sína sem er svo full af sál.

Hann er giftur argentínsku ofurfyrirsætunni, Luisana Lopilato, og á með henni 3 börn . Ég hef alltaf elskað hvað hann virkar mikill fjölskyldumaður á mig, og bara genuinly one of the good guys í Holly

Ég vona svo sannarlega að ástríða Buble fyrir söngnum muni verða þess valdandi að hann muni stíga aftur á svið þegar þetta er allt yfirstaðið, en ég skil hann vel að vilja kúpla sig í burtu frá allri geðveikinni sem fylgir því að vera svona ofboðslega frægur eins og hann er.

Það sem skiptir mestu máli í lífinu er fjölskyldan og heilsan.

Buble, if your read this-  I will forever love you!

Buble kveðja á ykkur