Óhhhh Herra Ye er mættur aftur!!

0
1509

Ég vissi að ég myndi skrifa þennan pistil, en ég var ekki viss hversu fljótt ég myndi skrifa hann.

Það komst í heimsfréttirnar þegar Kanye West lokaði fyrir samfélagsmiðla sína. Allt fór á flug í slúðurpressunni um ástæður þess að hann hefði lokað fyrir twitter reikning sinn og instagram, en við þurftum ekki að bíða lengi eftir að hann opnaði þá á ný, coz he is back!!

Kanye óð inn á twitter í gær og fór á flug. Hann sendi frá sér hvert myndbandið á fætur öðru þar sem hann sagðist ekki þola þegar fólk væri að skipta sér af því hvernig hann klæðir sig, hvað hann setur á höfuðið á sér eða hvað hann segði. ,,It feels like they are touching my brain”, eða ,,mér líður eins og þau séu að snerta heilann í mér” ….. 

UUUUU ok…

Ég hvet ykkur til að eyða smá tíma á twitter og renna yfir feedið hjá Mr.Ye.

Ekki veit ég hvað hans heittelskaða eiginkona hugsar þegar allt fer í gang hjá Kanye, en hann komst í heimsfréttirnar þegar hann mætti í Hvíta Húsið í vikunni og fór með 10 mínútna einræðu yfir forsetanum. Ræðu sem hefur farið ansi mikið fyrir í vikunni í öllum helstu fjölmiðlum heims. Einnig hafa sögur farið af því að Kanye sé hættur að taka lyfin sem hann þarf að taka við geðsjúkdómnum sínum og hann neiti að taka þau inn, sem eru skelfilegar fregnir ef sannar eru.

Ég var alltaf handviss um að Kim myndi aldrei skilja við Kanye sama hvað, því hún hefur elskað hann svo heitt í mörg ár. En ég er ekki jafn viss lengur. Hversu lengi mun hún þola allt sem er í gangi hjá honum og þá miklu neikvæðu pressu sem hann er að fá á sig. Kanye missti t.d. 9 milljón fylgjendur þegar hann lýsti fyrst yfir stuðningi sínum við Trump.

9 MILLJÓNIR TAKK FYRIR.

Ég verð með puttann á púlsinum og fylgist með hvað gerist næst í hinum undarlega heimi Mr. Ye