Rapparinn Mac Miller lést eins og flestum er kunnugt þann 7 september síðastliðinn, 26 ára gamall.
Í dag voru dánarorsök hans gerð opinber og komið í ljós að hann lést af of stórum skammt af kókaíni og fentanyl. Dauði hans var úrskurðaður sem slys og því ljóst að það var alls ekki ætlun hans að taka of stóran skammt. Elsku kallinn. Rétt fyrir dauða hans var hann stöðvaður fyrir of hraðan akstur, og mældist alkóhól í blóði hans tvöfalt yfir mörkum.
Síðustu mánuðirnir í lífi Miller einkennast af tragedíu og það var ótrúlega sorglegt að horfa á þennan hæfileikaríka rappara missa tökin svona.
Ariana Grande hefur haldið minningu hans á lofti síðan hann lést og nokkuð ljóst að hann var stóra ástin í lífi hennar. Stundum er það samt bara þannig að ásti lifir ekki af og þannig var það þvi miður í þeirra tilfelli.
RIP Mac Miller, may you find the peace you needed