Simba…eða er það kannski Kimba?

0
2233

Disney henti frá sér meistarastykkinu Lion King í tölvugerðri útgáfu nú í júlímánuði við mikinn fögnuð heimsins. Myndin hefur halað inn so many million dollars, og eru flestir sammála um að sagan af Simba hafi heppnast fullkomlega í þessari útgáfu.

Ég er búin að sjá hana og get staðfest það að þið munuð horgrenja. Ég var byrjuð að gráta ca.10 mínutum áður en Múfasa dó, og náði hámarki með ekka þegar helvítið hann Skari drap vin minn Múfasa.

Árið 1965 kom út japönsk teiknimynd sem bar nafnið Kimba-The white lion…..og eru myndirnar óhugnalega líkar. Disney hefur alltaf haldið því fram að Lion King sé úr þeirra hugmyndasmiðju og ekki byggð á Kimba. En god damn Disney. Það er ótrúlegt hvað þið hafið þá verið með nákvæmlega sömu hugmynd og Osamu Tezuka.

Osamu er svokallaður ,,god of manga ” í Japan og var kallaður Walt Disney of Japan.

Myndirnar eru keimlíkar. Gerast báðar í Afríku, eru um litla ljónastráka og feður þeirra beggja eru myrtir af fjölskyldumeðlim. Meira að segja Ljósuklettar eru svipaðir í Kimba.

Við vitum öll að Skari er vondi gæjinn í Lion King og að Scar /eða Skari er með svart ör yfir vinstra augað í Lion King. Í Kimba er það Claw sem er í sama hlutverki og Skari….LÍKA MEÐ SVART ÖR YFIR AUGAÐ. Kommon Disney!!! Viðurkennið þetta bara!.

Árið 1994 þegar Lion King kom fyrst út voru margar greinar skrifaðar um myndirnar tvær. Teymi Disney hélt því fram að Lion King væri algjörlega búin til hjá þeim og ekki byggð á neinni annari sögu, eins og margar af myndum Disney eru. Fréttirnar náðu svosem aldrei neinum hæðum,því þetta var fyrir tíma samfélagsmiðla.

Myndaniðurstaða fyrir omg gif

Ég get alveg sagt ykkur það að síðustu tvo daga hefur twitter logað, virtustu síður heims hafa skrifað um þetta…og virtasta slúðurfréttasíða okkar íslendinga hefur skrifað um þetta…. evaruza.is.

Hinsvegar er nafn Simba líklega ekki apað upp eftir Kimba, því að Simba þýðir á swahili ,,ljón” Hinsvegar, það sem margir gagnrýnendur hafa bent á, og eru sterkustu sönnunargögnin- er sú staðreynd að það má finna senur í Lion King sem má nánast spegla í Kimba.

Það sem gefur öllum gagnrýnendum byr undir báða eru þessar stðareyndir.

  1. Lion King- Sasú flýgur til Simba og segir honum að halda fast í tréð því faðir hans sé á leiðinni. (þið munið, þegar antílópurnar eru going loco….atriðið þar sem Múfasa dey)
  2. Kimba- Pauley Cracker (fugl sem ég veit ekkert hver er, LOL) flýgur til Bucky, og segir honum að halda fast- Kimba sé á leiðinni að bjarga honum.
  3. Lion King- Eldingu lýst niður í Ljósukletta og skógareldar byrja- rigning slekkur eldana.
  4. Kimba- Eldingu lýst niður , skógareldar byrja í kringum klettana, sem eru alveg eins og Ljósuklettar- rigning slekkur eldana.

Það sem er svo aðalatriðið :

Þegar skýin breytast í Múfasa og hann talar niður til Simba.

Nákvæmlega það sama gerðist í Kimba , og þegar Disney var spurt út í þetta árið 1994 sögðu þeir einfaldlega : ,,Never heard of it” Einnig sögðu þeir að þetta væri í  fyrsta sinn sem þeir væru að heyra af Kimba og Tezuka. Þeir hefðu aldrei séð verk eftir hann og aldrei rætt neitt sem hann hefði gert. Þeir drógu reyndar orð sín tilbaka og sögðu að þeir hefðu heeeeeyrt af Kimba.

Myndaniðurstaða fyrir sure gif

Matthew Broderick, sem ljáði Simba rödd sína sagði í viðtali við Austin American-Statesman : ,, I thought they meant Kimba, who was a white lion on TV when I was a little kid.  So I kept telling everyone I was going to play Kimba”

Vandró.

Það er víst þannig í teiknimyndaheiminum að ALLIR vissu hver Tezuka var- því hann var í guðatölu í heimi teiknimynda. EInnig bjó aðstoðarleikstjóri Lion King í Tokyo í tvö ár, á meðan Tezuka var enn á lífi.

Tengd mynd

Ég gæti víst skrifað heila ritgerð í viðbót um þetta mál- svo stórt er það, en þið hafið allavega fengið þetta beint í æð, og dæmi nú hver fyrir sig.

Myndaniðurstaða fyrir mufasa dying gif

Hvort sem Disney fékk eina eða 10 hugmyndir lánaðar hjá Tezuka og Kimba, að þá er Lion King mynd sem enginn má láta framhjá sér fara. Að horfa á Múfasa deyja in real life er eiginlega erfiðara en að horfa á teiknimynda Múfasa deyja.

Stórkostleg mynd og virkilega vel heppnuð!!!

Lengi lifi Múfasa

Nýjasti þátturinn af Hollywood Fréttum Evu Ruzu er komin inn!!

Previous article
Next articleSorgleg skilaboð sem Demi fær…
Eiginkona, mamma, Hollywood Expert (heimatilbúinn titill) skemmtikraftur, blómskreytir, bloggari & áhrifavaldur. Mun láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar hér inni....og mun einbeita mér að lífi fræga fólksins sem staðsett er um allan heim!! Hollywood here we come!