Sorgleg skilaboð sem Demi fær…

0
2549

Bachelor In Paradise er væntanlegt á skjáinn okkar von bráðar með öllum okkar …næstum öllum okkar uppáhalds, sem munu mæta ber að ofan og til í sleika.

Miðað við klippuna sem ABC er búin að senda frá sér, að þá virðist þetta season ekkert ætla að valda okkur vonbrigðum- allavega meðan Luke P mætir ekki á svæðið.

Ein af mínum allra uppáhalds, Demi , er væntanleg á ströndina og virðist á öllu að hún verði ástfangin af annari stúlku. Það væri í fyrsta sinn í sögu Bachelor/ette/in paradise sem það gerist og ég er all for it.

Demi virðist eiga í smá vandræðum með hvort hún sé skotin í Derek (sem ég btw.elska) eða þessara dularfullu stúlku sem aldrei sést í andlitið á. (Ég veit enga spojlera, heldur er ég að vinna út frá klippunni). Þær eru allavega sizzling hot og virðast vera mjög skotnar.

Demi deildi hinsvegar hræðilega ömurlegu skilaboði sem hún fékk sent til sín í gær, frá ókunnugri manneskju. Skilaboð sem sýna að það er því miður ennþá til fólk í þessum stóra heimi, sem virðist ekki getað samþykkt það að heimurinn er ekki bara svartur og hvítur.

Ég tek mig hér til á þessum opinbera vettvangi sem þessi síða er, og fordæmi alla svona hegðun.

Bachelor nation hefur látið í sér heyra eftir að Demi deildi þessu skjáskoti.

Leyfum fólki að elska þann sem það vill elska. Þetta er ekkert flókið dæmi!

Ekki missa af nýjasta þættinum af Hollywood Fréttum!