Sorgarfrétt var að berast

0
2313

Sú sorgarfrétt barst frá Hollywood seint i gærkvöldi að Kim Porter, sem er barnsmóðir Sean Combs, eða P. Diddy , væri látin.

Kim og P.Diddy voru saman í meira en áratug og eiga saman 3 börn, tvíbura og einn son.

Ekki er vitað hvað gerðist nákvæmlega, en hún var búin að vera með flensu og lungnabólgu, og hafði samkvæmt fjölmiðlum vestra hringt í lækninn sinn í gær vegna vanlíðans. Hún sofnaði um kvöldið og vaknaði ekki aftur morguninn eftir. Ekki fundust nein ummerki um ólögleg lyf eða að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

Kim var fyrirsæta og leikkona og var 47 ára gömul er hún lést. Hún og Diddy hafa alltaf haldið góðu sambandi sín á milli þrátt fyrir sambandsslit og er Diddy niðurbrotin yfir þessum fregnum. Þau fóru reglulega í fjölskyldufrí, eytt hátíðisdögum saman og verið miklir trúnaðarvinir.

RIP beautiful lady