TMZ birti nýlega gögn sem þeir hafa undir höndum, sem sýna að rapparinn Tyga var eitt sinn giftur Jordan Craig, sem er barnsmóðir Tristan Thompson. Þetta var árið 2010.
Þau voru gift í um mánuð, eða þá sótti Tyga um skilnað.
Árið 2011 byrjaði Tyga svo með hinni kjaftforu Blac Chyna og eignuðust þau son saman, King Cairo. Leiðir þeirra skildu svo árið 2014.
Nú stuttu eftir að þau skildu byrjaði Tyga að eltast við Kylie Jenner. Hann náði að veiða hana í faðm sinn og voru þau saman í um 2 ár. , eða allt til ársins 2017. Kylie fór úr fanginu hans Tyga yfir í fangið á rapparanum Travis ( hún elskar greinilega rapp).
Í millitíðinni fór Chyna, sem er barnsmóðir Tyga , að deita Robert Kardashian. Það samband varði nú ekki lengi, en þau náðu samt sem áður að trúlofa sig og eignast litla fallega dóttur sem heitir Dream.
Sambandsslitin þeirra voru gríðarlega messí og hefur Rob nánast farið huldu höfði síðan. Hann birtist ekki í raunveruleika þáttum fjölskyldunnar, og finn ég aldrei neinar myndir af honum. He does it goooood.
Nú erum við aftur komin að tengingunni við Jordan Craig, sem deitaði Tyga fyrst muniði. En sagan segir að Tristan hafi byrjað að sprellast utan í Khloé á meðan hann var enn í sambandi við Jordan.
Khloé harðneitar því að vísu, en miðað við trackrecordið hans Tristans, að þá trúi ég því.
Khloé var semsagt stjúpmamma Prince, sem Tristan á með Jordan…sem var gift Tyga, sem var svo með Chyna, og svo Kylie…og svo endaði sambandið þeirra með því að Tristan hélt framhjá með Jordyn, sem var Kylie´s BFF.
Nei nú stoppa ég.
En þarna fenguð þið fallegan söguþráð um það hversu lítill heimurinn er hjá hinum ríku og frægu. Eða allavega í Kardashian deiting heiminum.
Gotta love it!