Stafsetningarvilla eða kynþáttafordómar?

0
1181

Nafnið Beyoncé er þekkt um allan heim og er nafn þekktustu og dáðustu söngkonu samtímans. En ástæða þess að nafn hennar er skrifað eins og það er skrifað, hefur verið útskýrt.

Fx Explain GIF by Snowfall - Find & Share on GIPHY

Tina Knowles, móðir Bey var í podcastinu ,,In my head with Heather Thompson“ á dögunum þar sem hún fór ofan í saumana á nafninu.

Hún segir að margir viti ekki að það sé í raun eftirnafn hennar. Tina ólst upp í Texas in the 50´s þegar mikið kynþáttahatur var gagnvart blökkumönnum og var eftirnafnið talið skrýtið. Það var upphaflega stafað Beyincé- ekki Beyoncé

 Tina segist hafa spurt móður sína á yngri árum afhverju eftirnafnið hennar hafi verið skrifað vitlaust á fæðingarvottorðinu, en ekki nafn systkina hennar, og afhverju hún hefði ekki látið laga það.

Móðir hennar svaraði að hún hefði svo sannarlega reynt að fá því breytt , en þá hefði hún fengið þau svör að hún ætti að vera ánægð með að hafa fengið fæðingarvottorð yfir höfuð.

Á þeim tíma var það nefninlega þannig að blökkufólk fékk ekki alltaf fæðingarvottorðin sín. Þau voru  ekki talin jafn merkileg og hvíta fólkið.

Sem betur fer er heimurinn að breytast til hins betra- og nafnið Beyoncé hefur svo sannarlega markað tónlistarsögu heimsins.

View this post on Instagram

Stjörnufréttakona @k100island

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza) on