Sturlaðar staðreyndir um vini okkar í Holly!

0
2290

Í dag er dagurinn sem ég ætla að segja ykkur nokkrar sturlaðar staðreyndir um fræga fólkið:

Ástæðan fyrir því að við getum googlað myndir af fræga fólkinu er allt Jennifer Lopez að þakka.  Eftir að hún klæddist hinum fræga græna kjól á Grammy verðlaunahátíðinni árið 2000 fór Google á hliðina. Allir vildu leita að J-Lo og dressinu og var því ,,Google image“ takkinn búinn til. Takk J-Lo!

Við getum þakkað Janet Jackson fyrir að hafa misst brjóstið í fangið á Justin Timberlake á SuperBowl árið 2004. Ein af stofnendum YouTube missti af showinu og fann engin myndbönd frá kvöldinu. Hann fór því,ásamt vinum sínum í að hanna síðu sem leyfði fólki að deila eigin myndböndum inn. Úr varð að YouTube fæddist.

Árið 2001 lenti Khloé Kardashian í alvarlegu bílslysi, þar sem hún flaug útum framrúðuna á bílnum. Hún þjáist af minnisleysi í langtímaminninu, og segir að það sé pirrandi að muna aðeins gloppur úr æsku.

Mamma Justin Timberlake var forráðamaður leikarans Ryan Gosling þegar félagarnir voru 12 ára. Ryan kemur frá Kanada og þurfti mamma hans að vera eftir í Kanada þegar Mickey Mouse Club ævintýrið hófst. Mamma JT tók að sér að gerast forráðamaður hans á meðan á tökum stóð. Ryan bjó hjá þeim í 6 mánuði.

Pabbi Woody Harrelson var leigumorðingi og var ákærður fyrir fjöldamörg morð.

Mamma Leonardo Dicaprio ákvað nafn hans þegar hún stóð fyrir framan listaverk Leonadro da Vinci og Leo litli sparkaði í bumbunni í fyrsta sinn. Little did she know að svamlandi um í bumbunni væri verðandi ein frægasta súperstjarna heims.

Kim Kardashian var gengin 7 mánuði á leið þegar skilnaður hennar við Kris Humpries gekk loksins í gegn. Ef hún hefði ekki skilið fyrir fæðingu North, þá hefði Kris verið löglegur faðir North. Úff Kanye hefði ekki verið sáttur!

Meira um Ryan Gosling, en hann var næstum því meðlimur í strákabandinu Backstreet Boys. Hann bjó með A.J. McLEan þegar bandið var að myndast og var boðið að vera með- hann neitaði, sem betur fer. Annars hefðum við aldrei fengið Notebook í þeirri mynd sem hún var.

Ellen var boðið hlutverk Phoebe í þáttunum Friends. Ellen afþakkaði. Ég held að þessi staðreynd hafi verið perfect fyrir þær báðar!

Þið getið þakkað mér á instagramminu mínu evaruza– og fréttir af frægum fáið þið á hverjum degi á K100- stöðin þar sem sólin skín, lögin streyma og glimmerið springur!