The Queens and the Grammy´s

0
1804

Grammy verðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í 61. sinn, í nótt vestanhafs og ég og Systa vinkona mín vorum að ræða það, að þetta er verðlaunahátíð sem við gæfum handlegg fyrir að fá að mæta á. Ég er nokkuð viss um að þessi hátíð er sú allra besta sem haldin er, geðsjúk tónlistaratriði og allir að reyna að toppa sig í klæðnaði.

Sleggjurnar, Alicia Keys sem var kynnir kvöldsins, Jennifer Lopez , Lady Gaga, Michelle Obama og Jada Pinkett smith mættu saman á svið og opnuðu kvöldið! #girlpower!!

Michelle mætti þar óvænt til að sýna vinkonu sinni Aliciu stuðning, og ræddu þær meðal annars um það á sviðinu hversu mikil áhrif tónlist hefur á líf fólks.

Ég sá að uppáhalds liturinn minn var að gera stormandi lukku á dreglinum, en síðustu mánuði hef ég verið sjúk í pastelbleikann.

Ég verð að viðurkenna að þessi samfestingur (eða hvað þetta er) hjá henni Kylie minni, var ekki alveg að hitta í mark hjá mér persónulega. Ég elska alveg að horfa á skrýtin föt, en þetta dress finnst mér off. Not my cup of tea KyKy.

Kylie var mætt til að styðja við sinn mann, Travis Scott og voru þau með baneitrað augnaráð saman. Vitiði, ég held að þau eigi eftir að gifta sig, ef þau eru ekki þegar búin að því. Sú saga gengur að þau séu nú þegar gift, og kæmi það ekkert á óvart í ljósi þess að meðganga Kylie var falin í 9 mánuði.

Katy Perry mætti í fallegum kjól, make up on fleek og mér finnst þessi kjóll t.d. dæmi um dress sem er gaman að horfa á. Ég mundi nú samt líta út eins og rjómaterta í honum.

Halló, flamingófugll!! Cardi B mætti í geggjuðu dressi. Thats how you dress for the Grammys!. Ég veit samt ekki alveg hvernig hún settist í þessu, fór á klósettið, eða gekk, en Offset, eiginmaður hennar var mættur með henni, og ætli hann hafi ekki bara græjað þetta fyrir hana.

Eins og margir muna, að þá voru þau hætt saman, í kjölfar framhjáhalds Offset. Hann hélt framhjá henni með  ekki einni, þremur konum þegar Cardi var kasólétt af dóttur þeirra Kultur. Cardi virðist vera búin að fyrirgefa honum…eða allavega, er á meðan er.

Ahhh J-Lo. Þarna olli drottning drauma minna mér smá vonbrigðum. Mér finnst þetta look ekki nógu hot fyrir hana Jen mína. Hatturinn, nennir hún að taka hattinn af sér svo ég sjái her smouldering eyes…og kjóllinn. Kjóllinn er bara of einfaldur fyrir minn smekk. En J-Lo performaði á hátíðinni, og þar mætti skvísan í öllu sínu veldi.

Það tekur það enginn af henni J-Lo minni að hún er sú allra heitasta 49 ára kona sem ég veit um!

Lady Gaga var geggjuð. Ekki bara á rauða dreglinum heldur líka á sviðinu, þar sem hún tók Shallow. Gaga vann þrenn verðlaun í gær og fagnaði þeim gríðarlega. Ég held samt að þetta sé í fyrsta sinn sem Gaga er svona einföld á rauða dreglinum. Hún mætir yfirleitt í stórundarlegum fötum og múnderingum, en mér finnst undanfarið hún vera aðeins að einfalda stílinn sinn. Classy but 6y.

Þetta myndband af J-Lo og Gaga lét mig flissa aðeins, viðurkenni það. En þær kunna svo sannarlega að kveikja í rauða teppinu sem þær ganga á. Kossinn í lokin…. LOL!! ELska þær samt.

Miley Ray Hemsworth (hún hefur tekið upp eftirnafn eiginmanns síns Liams Hemsworth) var mætt á dregilinn og ég ELSKA ÞETTA LOOK!! Finnst hún svo geggjuð svona. Hárið 2 die for, dragtin perfect og bara allt við þetta outfit. Miley er með sýnikennslu í því hvernig á að fara með einfalt look and make it glamorous!

Cardi B. vann verðlaun fyrir bestu rapp plötuna, og var hún þar að etja kappi við Mac Miller heitinn. ÞEgar Cardi tók við verðlaununum sagði hún þetta: “I read an article that Mac Miller’s family said that if he don’t win, they want me to win so I’m sharing this Grammy with you mother fucker. Rest in peace,”  Þessi acceptance ræða hennar er geggjuð!Cardi kann alltaf að koma fyrir sig orði, og ég elska það! Hún er geggjuð!

Ariana Grande varð hinsvegar brjáluð heima, og ekki sátt við að akademían hefði boðið foreldrum Mac á hátíðina, bara til að horfa á hann tapa. Ariana átti að koma fram á hátíðinni en dró sig tilbaka eftir að hafa lent upp á kant við ið listræna stjórnendur hátíðarinnar. Hún pósaði samt heima í sérhannaða kjólnum sínum frá Zac Posen og póstaði á instagram.

View this post on Instagram

just a surfin boy @zacposen

A post shared by Ariana Grande (@arianagrande) on

Ég hef miklar áhyggjur af því að hundurinn eyðileggi kjólinn, sem kostar pottþétt jafn mikið og húsið mitt…

Þetta verður ekki síðasta Grammy færslan, því nú bíð ég eftir að atriðin svo voru í gær hrúgist inn á youtube í dúndur gæðum.