Þegar Draumurinn dó…

0
1838

Hver man ekki eftir því þegar Patrick Dempsey var skrifaður út úr læknaþáttunum vinsælu Greys Anatomy á mjög svo hræðilegan hátt. Ég horgrenjaði mjög mikið við dauða hans og var reyndar stödd í miðju grenji með ekka þegar minn heittelskaði eiginmaður gekk inn í stofu og kom strax til mín áhyggjufullur. Hvað hefði eiginlega gerst?

Image result for meredith and mcdreamy death gif

Ég sagði honum það…hann leit á mig með svip sem ég mun aldrei gleyma og gekk burt.

Patrick lék í þáttunum í 11 ár og meirihlutann af þeim tíma voru hann og Meredith par. Ellen Pompeo, sem leikur Mer var í viðtali hjá Jada Pinkett Smith nýlega ,og Jada spurði hana spurningarinnar sem við öll viljum vita. Eru hún og Patrick enn vinir? Ellen sagðist ekki hafa talað við hann síðan hann gekk út úr síðustu senunni!!!!

Ég viðurkenni, að þetta er skellur. Ég hefði helst viljað að þau væru hjón in real life. Eitthvað drama hefur verið, það er ég viss um, en sú saga gekk um mjög hávær við skyndilegt brotthvarf Dr. McDreamy, og mér finnst þetta svar hennar staðfesta þær sögusagnir.

Ég vil fá að vita nákvæmari sögu! Gimme more Ellen!