Ástarflækja Cardi B og Offset heldur áfram.

0
1982

Ég hef nú sent frá mér skýrslu um ástæðu skilnaðar Cardi B og Offset. Hér má lesa allt um ástæðuna.

En þessi frétt fjallar um annað. Þessi frétt fjallar um leið Offset að hjarta Cardi aftur. Eða leið sem hann reyndi og gekk ekkert sérstaklega vel. Enda hélt maðurinn hrikalega illa framhjá greyið Cardi.

Cardi B kom fram á tónleikunum Rolling Loud á laugardagskvöldið og Offset mætti á svæðið. Hann hinkraði alls ekki baksviðs eftir að Cardi kláraði.

Ónei, hann óð bara beint á sviðið til hennar, um leið og aðstoðarmenn hans spruttu upp á sviðinu og röðuðu upp blómaborða sem á stóð ,, Take me back Cardi”

Ekki nóg með það, heldur tók hann mækinn og sagði þetta: ,,I just wanna tell you I’m sorry. In person, in front of the world. Whatever I gotta do to show you I love you.”

Cardi greyið stóð og starði á hann, crowdið trylltist, annað hvort búandi á Offset eða með hvatningarhrópum. She was not having it og Offset greyið fór af sviðinu, ekki alveg með niðurstöðuna sem hann óskaði sér. Hann er fullur eftirsjár og sagði meðal annars þetta í myndbandi sem hann sendi frá sér:

,,We’re going through a lot of things right now, a lot of things in the media. I want to apologise to you Cardi. I embarrassed you. I made you go crazy. 

‘I was partaking in activity that I shouldn’t have been partaking in. You know what I’m saying? For breaking your heart, for breaking our promise, for breaking God’s promise and being a selfish, messed up husband.

‘I’m trying to be a better person. I want to get this off my shoulders. I want to get this off my back. I apologise to you Cardi. I love you. Kulture, I want to spend Christmas with you.”

Cardi B hefur síðan þessi uppákoma kom uppá komið fram og beðið aðdáendur sína um að láta Offset í friði.

Hann sé faðir barnsins hennar, og hún elski hann þrátt fyrir þetta allt. Hún segir að Offset sé að fara í gegnum helvíti á jörð og biðlar hún til fólks að bera virðingu fyrir öðrum,þrátt fyrir að þetta hafi gerst. Nefnir hún þar sem dæmi Pete Davidson, sem er fyrrum unnusti Ariönu Grande.

En Pete sendi frá sér á instagram póst á laugardaginn þar sem hann segist vera að gefast upp.

Hann hefur ekki átt sjö daganna sæla síðan hann og Ariana hættu saman, og er það meðal annars vegna internettröllanna sem hafa herjað á hann. Hann hefur barist við mikið þunglyndi, og sagðist vera hættur að finna tilgang sinn á þessari jörð. Sem er hrikalegt og hræðilega sorglegt að einhverjum líði þannig. Sem betur fer myndaði her fólks allstaðar að ástarhjúp um Pete og fann hann fæturnar sína aftur.

Cardi sagði að hún væri ekki að segja að hún væri að taka saman við Offset aftur, heldur vill hún að fólk láti hann í friði.

Við sjáum hvernig þessi flækja þeirra fer.

Við skulum aldrei gleyma kids!

Verum góð við hvort annað. Það kostar ekki neitt!

Hjálparsimi Rauða Krossins er 1717 og er opinn allan sólarhringinn.