Tjútjú! Lestin er lögð af stað!

0
2348

Ó sú fagra dramatík sem umvefur hjartað mitt á svo jákvæðan hátt.

Ég er mögulega eitthvað skrítin, en ég gjörsamlega elsku hversu mikil dramatík er í kringum drengina hennar Hönnuh B.

Ég verð víst að byrja á því að taka tilbaka öll þau orð sem ég hef látið falla um Hönnuh B., en ég var ekki mikill aðdáandi hennar og ætlaði meira að segja ekkert endilega að horfa á þetta season. En god damn, Chris Harrison og co.soga mann að sér every time. Hannah hefur komið mér skemmtilega á óvart, coz she just really knows her shit. Hún veit nákvæmlega hvað það er sem hún vill- og málhölt er hún alls ekki.

En að máli málanna. ELsku Lúkarnir okkar tveir. Mér er spurn- hafa þeir aldrei horft á þættina? Vita þeir ekki hvernig þetta virkar?

Vita hinir ekki hvernig þetta lookar þegar þeir sitja vælandi í sófanum hjá Hönnuh að segja að Blablabla sé svo ógeðslega leiðinlegur og engum í húsinu líki við viðkomandi?

Myndaniðurstaða fyrir bachelorette drama gif

Ég er svo glöð að þeir séu eins og þeir eru. Elska þetta væl, rifrildi og vesen í þeim. Svo er talað um að konur séu konum verstar. Vitiði, ég er ekki viss.

Tyler C- A.K.A, James Dean. Halló handsome, dreamy eyes, Ridge Forrester kjálkar og hár sem mig langar renna fingrunum í gegnum (ég veit að þetta hljomar einstaklega perralega, en ég elska fallegt hár á karlmönnum)

View this post on Instagram

Had an amazing time shooting with @rickdaynyc

A post shared by Tyler Cameron (@tylerjcameron3) on

Ég er farin að halla höfði mínu þétt að hans bringu, ásamt Peter the pilot.

Hrikalega likeable gæji sem fer í mjög djúsí sleika við Hönnuh. I like it. Aftur hljóma ég perralega. Damn.

So far, vil ég fá þessa tvo í toppinn, en ég skipti um skoðun jafnoft og nærbuxur, þannig að þetta gæti svosem breyst á næstunni.

Myndaniðurstaða fyrir romantic gif

Eitt sem ég velti mikið fyrir mér. Eru þeir allir svona rómantískir í orðum? Eða eru þeir búnir með bréfaskóla í romance? Mér finnst þeir alveg hrikalega vocal about their feelings. Ætli þetta sé eitthvað amerískt thing. Núna er ég gift einstaklega vel heppnuðum manni, sem er svoleiðis steingeldur í romantic department. Eitthvað sem ég hef lært að lifa með og ég mundi í raun aldrei vilja breyta.

Myndaniðurstaða fyrir lol gif

Ef hann færi að æla yfir mig svona væmni þá myndu renna á mig tvær grímur og ég mundi efast um ást hans til mín .

May the drama continue Bach Nation!!