,,You”

0
1658

Netflix hefur hent frá sér seríu nr.2 af spennuþáttunum ,,You”- við mikinn fögnuð aðdáenda þáttanna. Það er eitthvað svo rosalegt við þessa þætti. Ef þið eruð ekki ennþá byrjuð á fyrstu seríunni að þá mæli ég með því að dig into it. Öfunda ykkur að eiga 2 seríur inni.

Penn Badgley fer með aðalhlutverkið í þáttunum, en hann er þekktastur fyrir leik sinn sem Dan Humphrey í þáttunum Gossip Girl, sem tröllriðu öllu á árunum 2007-2012.

En hver er Penn?

Penn fæddist 1.nóvember 1986 í Baltimore í Bandaríkjunum.

Hann var einungis 14 ára gamall þegar hann útskrifaðist úr menntaskóla, en hann byrjaði snemma að leika og tók hraðkúrsa í skólanum 6 mánuði í senn og vann svo 6 mánuði. Hann fekk í kjölfarið inngöngu í University of southern California- en hefur ekki enn mætt þangað.

Penn skaust allrækilega upp á stjörnuhimininn þegar hann tók að sér hlutverkið sem Dan Humphrey í Gossip Girl- og var gæjinn sem allar stelpur elskuðu. Hann átti mjög farsælan feril í Hollywood áður en þetta hlutverk kom til hans en hann hafði hinsvegar neitað hlutverkinu tvisvar áður en hann tók því. – jesús minn, sem betur fer tók hann því!!

Hann sagði í viðtali eitt sinn að hann hafi verið pirraður á því vera orðin steríótýpa fyrir dramahlutverk. Hann var blankur og þunglyndur og segist hafa hugsað með sjálfum sér, I cannot do it again.  Hann samþykkti að lokum hlutverk Dan í stað þess að taka atvinnuboði sem honum barst um að gerast þjónn á veitingastað. Ætli það hafi ekki verið það allra besta sem hann hefur gert fyrir ferilinn sinn, því hann baðaði sig í stjörnuljóma Gossip Girl, ásamt meðleikurum sinum.

Blake Lively skaust einnig upp á stjörnuhimininn í Gossip Girl og felldu þau Penn hugi saman og voru saman í um þrjú ár. Ég man hvað ég varð leið þegar þau hættu saman, en þau léku líka par í Gossip Girl og voru svo ferlega sæt saman. Blake er hinsvegar gift Ryan REynolds í dag og á með honum þrjú börn. Ég er mjög sátt með þann ráðhag hjá Blake.

Penn er hinsvegar giftur tónlistarkonunni Domino Kirke og hafa þau haldið sambandi sínu alveg frá augum slúðurpressunnar og birtast örsjaldan saman á rauða dreglinum. Ég veit lítið sem ekkert um Domino, en þau hafa verið saman síðan 2014.

Aðspurður um hlutverk sitt í ,,You” sem Joe- segirst Penn hafa neitað því hlutverki þegar það barst fyrst til hans. Hann segist hafa verið í vafa með tilgang hlutverksins- því Joe er snarbilaður sækó. En framleiðendur þáttana vildu engann annan en Penn í hlutverkið, því þeim fannst mikilvægt að áhorfendur tengdust mannlega þætti Joe. Sem áhorfendur hafa svo sannarlega gert.

Penn segir að hann hafi aldrei gert sér grein fyrir vinsældum þáttanna, og það hafi stuðað hann fyrst þegar konur ,sérstaklega, fóru hamförum á Twitter með tvít á þá leið að þær vildu óska að Joe myndi ræna þeim. – Því Joe er náttúrulega stórhættulegur morðingi.

Hann skilur samt sem áður þessa hugsun hjá fólki, því fólki líkar vel við Joe, þennan Joe sem er mannlegur.  Sem er alveg rétt. Ég fíla Joe- góða gaurinn sem Joe er. En hann er samt klikkaður stalker og morðingi. Maður sveiflast á milli og óskar þess að hann verði bara alltaf góði Joe.

Ég veit ekki hvar þið eruð stödd í áhorfinu, en ég er komin á þátt nr.2 og er strax orðin leið yfir að eiga bara 8 þætti eftir. Ég ætla rétt að vona að Netflix hendi í seríu nr.3- og ef þið eruð ekki byrjuð…do it.

Og ekki láta útlitið blekkja ykkur. Dat man is snarbilaður, but enjoy the ride!

Ég er að keyra mig í gang kids með Hollywood fréttir á ný! 2020 around the corner og ég lofa ykkur veislu á nýju ári!

Previous articleÞegar jólin koma…
Next articleHvað gerðist??!!!
Eiginkona, mamma, Hollywood Expert (heimatilbúinn titill) skemmtikraftur, blómskreytir, bloggari & áhrifavaldur. Mun láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar hér inni....og mun einbeita mér að lífi fræga fólksins sem staðsett er um allan heim!! Hollywood here we come!