Englar Victoriu

0
2182

Englarnir hennar Victoriu stigu á svið í gærkvöldi vestanhafs, en sýningunnar er alltaf beðið í ofvæni.

Meðal þeirra sem tóku catwalkið voru Kendall Jenner, Gigi Hadid, systir hennar Bella Hadid, Adriana Lima , Candice Swanepoel, og Martha Hunt.

Adriana Lima hefur verið engill í 18 ár en í gærkvöldi gekk hún sína síðustu sýningu með risavængi.

Það má svo sannarlega segja að kvöldið hafi verið tilfinningaríkt því Victoria´s Secret gerði hana í raun að þeirri stjörnu sem hún er í fyrirsætuheiminum í dag. New generation is coming up og þær voru hver annari glæsilegri.

Candice Swanepoel!

Taylor Hill

Kendall Jenner

Hér má svo sjá 10 bestu opnanirnar á showinu siðustu ár. Damn það er lagt svo mikið í þetta!!

Victoria´s Secret Fashion Show var fyrst haldin árið 1990 og þá rétt fyrir Valentínusardaginn, sem er alltaf haldinn hátíðlegur vestra og seinna meir um allan heim. Þá var þessu ekki sjónvarpað eins og í dag. Það var svo árið 2001 sem showið var sýnt fyrst í sjónvarpi. Árin tvö á undan hafði því verið broadcastað á netinu. Það var um sama leyti sem sýningin var færð til og hefur síðan verið haldin ár hvert í nóvember.

Það er mikill heiður fyrir fyrirsætur að verða valdar Englar, en það er það sem þær kallast sem taka catwalkið.  Með því að gerast engill Victoriu að þá má segja að þú sért orðin royal í Hollywood. Þær fá risastóran samning við Victoriu Secret sem boostar allsvakalega upp bankareikninginn og gerast ósjálfrátt þær allra eftirsóttustu í Hollywood partýin og á sýningarpallana hjá stærstu hönnuðum í heimi. Að fá þann heiður að verða valinn engill er risastórt dæmi. Miklu stærra en við gerum okkur grein fyrir.

Margar af fremstu fyrirsætum heims hafa fengið tækifærið sitt fyrst hjá Victoriu Secret og eru um 20-40 fyrirsætur valdar á hverju ári til að taka þátt. Showið sjálft hefur líka orðið íburðarmeira með hverju árinu sem líður og er beðið með eftirvæntingu eftir því.

Þessar þrjár urðu til dæmis að iconum með hjálp Victoriu. Heidi, Gisele og Tyra

Það er bara eitthvað við þetta show.

Glimmerið, litirnir, fallega glansandi hárið á skvísunum og eiginlega bara allt við það.

Englakveðja á ykkur!