A Star Is Born..and her name is Lady GaGa!

0
1603

Ó miss Lady GaGa!!! Þú ert reyndar löngu orðin stjarna!!

You amaze me!!

Ég hef aldrei verið sjúklega mikill Lady GaGa fan. Hef alltaf fílað hana, og lögin hennar , en hef ekki verið dedicated fan eins og sumir.

En guð minn góður. Ég skellti mér á forsýningu A Star Is Born í Sambíóunum í liðinni viku og var búin að vera gríðarlega spennt að hlamma mér í bíó með popp og súkkulaði og berja þessa mynd augum. Ég vissi samt ekki alveg við hverju átti að búast öðru en Lady GaGa, Bradley Cooper og fallegum söng.

Guð almáttugur kids. ÞEssi mynd gaf mér svipaða tilfinningu og Notebook, sem er ein af mínum uppáhalds bíómyndum. Ég hélt aldrei að ég myndi sjá aðra mynd sem mundi hitta mig í hjartað eins og sú mynd gerði…en það gerðist í þessari viku.

Það eru háværar raddir um að Lady GaGa muni hreppa Óskarinn fyrir leik sinn í myndinni og tónlistina. Enn hefur ekki verið gefið út hvaða myndir það verða sem keppa um Óskarinn en A star is born er talin líkleg til tilnefningar. Og Bradley, eigum við að ræða hann eitthvað. úff.

Hann sagði í nýlegu viðtali að þegar hann var að hefja ferilinn sinn hefði hann oft heyrt að ástæður þess að hann væri ekki að fá hlutverk væri sú að hann væri ekki nógu ,,fuckable”.  For crying out loud people, er þetta bara sagt við fólk í fyrsta lagi:?

,,Yeahh Bradley, great performance,you are a great actor, but boy you are just not fuckable enough”

Bradley vinur minn Cooper er sko augnakonfekt, sem er samt sem áður algjört aukaatriði því leikur hans í myndinni er einn af hans allra bestu. Hann leikstýrði myndinni einnig og hefur fengið mikið lof fyrir.

Myndin var meðal annars tekin upp á Glastonbury tónlistarhátíðinni og þau fengu að smeygja sér 4 mínútum áður en Willie Nelson fór á svið og taka upp fyrir framan 80.000 áhorfendur. Það er það langbesta við myndina, allt er svo real.

GaGa er svo hæfileikarík að það nær engri átt en leiðin hennar á toppinn var ekki dans á rósum. Hún hefur verið kynferðislega áreitt, gjaldþrota, lent í einelti á yngri árum en einhvernvegin er ekkert sem stoppar hana, sem betur fer. Ég er nokkuð viss um að þetta er ekki síðasta stórmyndin sem hún leikur í. Hún hefur leikið í fjölda annara þáttum og bíómyndum en í minni hlutverkum, enda fyrst og fremst einbeitt sér að söngnum. Ég er ansi hrædd um að hún muni þurfa að velja og hafna mikið á næstu árum.

Ég varð ógeðslega svekkt þegar hún og Taylor Kinney slitu trúlofun sinni. Taylor leikur eitt aðalhlutverkið í slökkviliðsþáttunum Chigaco Fire…og dayuuum hann er svo heitur að slökkvitæki getur ekki slökkt í honum. Hann og GaGa voru geggjuð saman!

Og guð minn góður þetta lag, Shallow, lætur mig næstum grenja það er svo fallegt.

ÉG SKIPA YKKUR AÐ FARA Í BÍÓ!