Ok Bachelor nation! We need to break this down!
Ég hef sjaldan orðið vitni af jafn dramatísku break-upi og milli Jordan og Jennu, sem urðu ástfangin við strendur Mexíkó ,með myndavélacrew allt í kring um sig, sem festi ástina á filmu og milljónir manns um allan heim fengu svo heim í stofu beint i æð.
Já, ef þið hafið ekki hugmynd um hvað ég er að tala um, að þá er ég að tala um meistarastykkið Bachelor in Paradise. Eitt best raunveruleika tv sem er out there.
Jordan, sem skaust fram sviðsljósið sem óþolandi týpa í þáttunum Bachelorette þar sem hann reyndi hvað hann gat að ganga í augun á hinni fögru Beccu. Allt kom fyrir ekki, og í stað þess að vinna hjartað hennar, þá vann hann sér inn þann titil að vera einn allra leiðinlegasti keppandi í Bachelorette...allavega í þessu season-i. En svo, en svo mætir Jordan til Mexíkó og ég ásamt restinni af Bachelor Nation fengum að sjá hann í nýju ljósi! Þvílíkur snillingur sem þessi maður er og er það augljóst að hann var klipptur þannig til í þáttunum Bachelorette að maður fékk ekki að kynnast honum eins og hann var.
Til að gera langa sögu stutta, að þá mætir Jenna á ströndina. Smá Marilyn Monroe fílingur yfir henni og Jordan kollféll fyrir henni frá þeirri stundu sem hann leit hana fyrst augum. Hún var hinsvegar ekki alveg viss hvort Jordan væri her guy, og bölvaði ég henni oft fyrir að láta hann Jordan vin minn hanga svona.
Að lokum opnuðust augu hennar og féll hún í faðm hans og þau voru í sleik það sem eftir var af tímanum á ströndinni, sem endaði með bónorði frá Jordan.
Ég var gríðarlegur stuðningsmaður Jordan og Jennu. Einn morguninn vakna ég upp við kalda vatnsgusu þegar ég fer á slúðurmiðlarúntinn. Jordan og Jenna voru hætt saman. Reality Steve var búin að opinbera að hann hefði undir höndum textaskilaboð frá Jenny til annars manns þar sem hún segist aldrei hafa elskað Jordan, heldur hafi þetta allt verið publicity stunt af hennar hálfu, og að hún elskaði bara þennan mann (sem átti að hafa fengið skilaboðin).
Reality Steve segist einnig hafa frekari gögn undir höndum sem sanna það sem hann hefur um þetta mál og hann sé jafnframt búinn að láta rannsaka þau til að staðfesta að þetta komi frá Jennu síma. Jordan fékk þarna gríðarlegt högg í hjartastað, en sagðist trúa hverju orði sem Steve sagði og sýndi honu. Ég viðurkenni að ég hugsaði, helvíti er Jordan fljótur að stökkva frá borði…en hann segir að sannanirnar sem hann hafi fengið hafi verið undoubtabe
JEnna kom hinsvegar fram og sagðist myndi sýna heiminum að þetta væri allt saman bullshit og þessi skilaboð hefði hún aldrei sent…þrátt fyrir að Jordan segi að Jenna hafi sagt við hann að það gæti alveg verið að hún hafi sent þetta,en hún muni það ómögulega þar sem hún átti að hafa verið ölvuð þegar þetta átti sér stað.
En án þess að fara ítarlega yfir ALLT sem hefur komið fram um þetta mál, coz it´s alot,( og ég hef fylgst grannt með), að þá sendi Jordan þessi screenshoot frá sér í gær sem eiga víst að vera frá lögfræðingi Jennu.
Ég er nú ekki lögfræðimenntuð, en mér finnst þetta stórundarlegt orðalag frá lögfræðingi og hef ég lesið það á fleiri miðlum að þetta hljómi undarlega.
Án þess að ég geri lítið úr Jennu, að þá trúi ég bara ekki orði sem hún segir fyrren hún leggur sannanir fyrir því að hafa EKKI sent þessi skilaboð. Hún hefur komið agalega illa frá sér sinni hlið á þessu máli.
Ég get lofað ykkur því að þessu máli er ekki lokið og ætli núna fari í gang kærur og fleira fyrst að Jordan ákvað að birta þetta á instagram reikningi sínum?
Bachelor Nation er on fire yfir þessu öllu saman og dauðvorkenni ég þeim báðum að vera föst í þessum hvirfilbyl.
Og þegar ég hugsa málið núna eftir að vera búin að skrifa heilan pistil um þetta- afhverju í fjandnum er ég að missa vatn yfir sms skilaboðum og hugsanlegum svikum hjá fólki sem ég þekki ekki?
Ástæðan fyrir innlifun minni er nákvæmlega þessi: NÚ ÞAÐ ER VEGNA ÞESS AÐ ÉG ER PARTUR AF BACHELOR FJÖLSKYLDUNNI, og við lifum okkur inn í ástir og sambandsslit fólksins okkar!
Hvernig sem málin fara hjá Jennu og Jordan, hvort sem það kemur í ljós að hún hafi sagt sannleikann eða ekki, að þá held ég að þau muni aldrei ná saman aftur… fjandinn. Ég sem hélt svo mikið með þeim.
En Chris Harrison, hann fékk allavega the most dramatic breakup of all times
Until next time Bachelor nation! Colton er byrjaður í tökum fyrir sitt season og hlakka ég til að fylgjast með þeim krúttlega dreng. #teamcolton