Einu sinni voru tveir rapparar vinir. Núna eru þeir ekki vinir….

0
1667

Ok ok, nú skulum við break it down.

Kanye og Drake eru í massa fýlu. Rennum yfir það.

Einu sinni voru tveir rapparar rosa miklir vinir. Þeir hétu Kanye og Drake. Drake sendi frá sér snemma á ferlinum crazy gott rapp, þar sem hann rappar yfir lag frá Kanye. Þeir tveir verða hipp og kúl vinir sem sendu svo frá sér lögin Forever og Find your love. Kanye og Drake töluðu um hvorn annan í fjölmiðlum eins og ástfangnir unglingar.

Mörgum árum seinna, mörgum dollurum seinna, billboard lögum og heimsfrægð, að þá eru Drake og Ye hættir að vera vinir. Þið munið, Kanye vill láta kalla sig Ye núna…

Kanye (mér finnst betra að kalla hann bara það) sendi frá sér þetta tvít síðastliðna nótt and the story began…

Kanye var hneykslaður á að Drake væri að voga sér að senda sér þetta skilaboð, en þar er Drake að biðja Kanye um leyfi hvort að hann megi senda frá sér gamalt lag , þar sem hann rappar við lag frá Kanye. S.s. höfundarréttarspurnging.

Afhverju var Kanye reiður? Jú því Drake hafði fyrir nokkrum mánuðum sent frá sér lag sem innihélt textann “We flying at seven and packed for the beach / Yeah, keeping it G, I told her, ‘don’t wear no 350s around me’“.

350s eru skór sem Kanye hannaði fyrir Adidas…og Kanye varð alveg loco yfir því að Drake skildi voga sér að tala illa um skóna í þessu lagi. Samt seljast skórnir eins og heitar lummur. Kanye var samt ekki sáttur.

Kanye tvítaði svo þessu :

Það er s.s ekki kúl að sneek dissa. Að sneak dissa fyrir áhugasama þýðir að tala illa um annnara manna strigaskó. Munum kids, að það er aldrei kúl að dissa neinn. Alveg sama hvað það er.

Til að vaða hratt yfir söguna eftir um 100 tvít frá Kanye ,þar sem hann fer yfir dramað í kringum son Drakes sem Pusha T ( sem er annar rappari, og annar gæji sem Drake fór í fýlu við)rappaði um. En Pusha T rappaði s.s um son Drakes sem enginn vissi að hann ætti, og Drake hélt að Kanye hefði kjaftað frá syninum….

sem Kanye gerði ekki.

Mér líður eins og ég sé að segja ykkur frá mjög flókinni sápuóperu. Einnig dró Kanye Travis Scott, sem er barnsfaðir og unnusti Kylie Jenner inn í málið, en Travis og Drake gerðu lag saman fyrir ekki svo löngu.

Tvítin náðu loks athygli Drake, og hringdi hann í Kanye. Hjúkk. Allir héldu að dramað væri búið.

But no…

Drake hringdi víst aftur í Kanye…og hótaði honum OG FJÖLSKYLDU HANS!

Já ég skal sko segja ykkur það. Kim blandaði sér svo í málið, sem hún geriri ekki oft þegar Kanye fer á Twitter rantana sína.

En þetta er ca. dramað sem er í gangi. Ég held að ég hafi náð að koma þessu ca.til skila, en það gæti mögulega verið að ég hafi gleymt einhverju, því þessi dramafrétt er mjög lööööööööööng og mikið efni.

Ariana Grande endaði svo twitter slag Kanyes og Drakes…aðallega Kanyes samt með þessum orðum

Eva out…er farin að horfa á Shooters á Netflix. Mæli með!