Bachelor Höllin brennur!!!

0
2280

Skógareldarnir í Kaliforníu hafa nú læst logum sínum á lóð Bachelor hallarinnar, og hefur nú þegar  gestahús þar sem framleiðendur komu sér iðullega fyrir í, brunnið til kaldra kola.

Húsið sjálft er víst einnig farið að loga, en húsið er 7500 fermetrar.

Í þessu húsi hafa Bachelor og Bachelorette seríurnar verið filmaðar síðan árið 2007. Húsið er í eigu fjölskyldu sem flytur úr því tvisvar á ári til að tökur geti farið fram…. og þau græða á tá og fingri við þann gjörning.

Hversu mikið af húsinu hefur brunnið er óljóst en ljóst er að eyðileggingin verður gríðarleg á þessu svæði í Kaliforníu og mikið eignartjón þar sem mjög ríkt fólk býr þarna.

Nýjasta Bachelor þáttaröðin er nú í vinnslu , en tökur er akkúrat  núna erlendis og því ekkert tökuteymi né keppendur á staðnum.

Jiii það verður ákveðinn skellur ef það brennur og nýtt hús kemur til sögunnar. Mér hefur liðið vrl að horfa á fólk kela í þessu húsi og verða ástfangið.