Skógareldar geisa í Kaliforníu þessa stundina og voru þær fréttir að berast að eldtungurnar séu komnar á lóð Kim og Kanye West og óvíst hvort að þær muni teygja sig í átt að aðalbyggingu þeirra á lóðinni.
Þau hafa nú þegar flúið heimili sín eins og Kim greindi frá á Instagram í gær þar sem hún segir að þau hafi fengið klukkutíma til að pakka saman og fara.
Þær sorglegur fréttir bárust einnig að heimili Caitlyn Jenner, sem er pabbi Kendall og Kylie, og fyrrum stjúppabbi Kim, væri brunnið til kaldra kola.
Sonur Caitlyn, Brody Jenner, var rétt í þessu að birta þetta hjá sér í instastories sem sýnir kannski best hversu svakalegt þetta er. Reykurinn liggue eins og þykk sæng yfir öllu og fer eldurinn hratt yfir.
Fleiri hús stjarnanna eru í hættu, ásamt fullt af öðrum heimilum og einnig hefur tökustaður Westworld brunnið niður
Cher hefur sent frá sér tweet þar sem hún segist óttast að heimili hennar verði eldinum að bráð, en að hún sjálf sé örugg.
Fire is not far away. I’m afraid
… Kinda numb. So Many homes lost mine is just one home.
I’d rather work on something
Positive Like 🌲🎅🏼Swag😥— Cher (@cher) November 9, 2018
Eldurinn hefur nú þegar brunnið á yfir 8000 ekru svæði og nálgast nú miðborg L.A og berjast slökkviliðsmenn fyrir lífi sínu um leið og þeir berjast við eldana.