Charlie Sheen leitar foreldra sinna í eldhafinu!

0
2007

Fleiri fréttir berast frá skógareldunum í Kaliforníu, en þeir hafa nú þegar eyðilagt heimili Caitlyn Jenner, Alyssu Milano, Bachelor höllina og fréttir bárust einnig í gær að eldtungurnar væru byrjaðar að læðast að heimili Kim Kardashian…að ógleymdum heimilum allra hinna sem ekki eru frægir. Þetta svæði sem er a verða hvað verst úti er eitt dýrasta svæðið í Hollywood og ljóst er að eignartjón verður gífurlegt.

Nú hefur leikarinn Charlie Sheen sent frá sér beiðni um að ef einhver veit hvar foreldrar hans, Janet og Martin Sheen, séu staðsett, að þá megi endilega hafa samband við hann. Hann viti til þess það hafi átt að fara með þau í svokallað safe zone, en hann hefur ekkert heyrt frá þeim síðan þau voru flutt á brott af svæðinu ásamt 20.000 öðrum íbúum og nær ekki í þau í gegnum síma.

Hann vill bara vita að þau séu örugg og sem fyrst.

Þetta eru rosalegar fréttir sem eru að berast á hverjum klukkutímanum frá þessum hræðilegu skógareldum sem breiðist hratt út sökum sterkra vinda sem kallast Santa Ana. Einnig hefur verið mjög þurrt á svæðinu og er jörðin í raun að fuðra upp.