Barbie…en ekki Ken.

0
2405

Maðurinn sem hefur ávallt nefnt sjálfan sig ,, The human Ken” er officially orðinn Barbie.

Ég er að tala um Rodrigo Alves vin minn, sem ég hef áður skrifað um , en hann hefur komið út sem transkona, og með því uppfyllt draum sinn.

Hún varð fyrst fræg fyrir að vera háð lýtaaðgerðum, og hefur samkvæmt heimildum eytt yfir 500.000 pundum í hinar ýmsu aðgerðir.

Hún segir:  I´m known as Ken, but inside I´ve always felt like a Barbie”

Roddy eins og hún kallar sig í dag, er 36 ára og kemur frá Brasilíu, en hefur síðastliðin ár búið í Bretlandi og farið mikinn í slúðurpressum landsins. Hún hefur lifað sem kona síðastliðna 3 mánuði, en hefur nú komið fram.

Roddy hefur þegar fengið hormónasprautur sem munu hjálpa henni að fá kvenlegar mjaðmir. Stjarnan segir að loksins passi hugur hennar við líkamann- en hún mun klára allt ferlið á næsta ári , skilst mér. Það þýður að Roddy mun fá silikon brjóst, fara í aðgerð á andliti til að ná fram kvenlegum línum, ásamt því að limur hennar og eistu munu verða fjarlægð. Þrátt fyrir að ferlið sé ekki búið vill hún að talað sé um hana í kvenkynspersónu því þannig lifi hún núna.

Ég er ánægð með hana. Að hún hefur loksins fundið sjálfa sig og lifir sínu lífi eins og hún vill. Það er hægt að flissa allskonar af þessari týpu sem hún er, en ég meina, það eiga allir rétt á að lifa eins og þeir vilja lifa sínu lífi. Ég ætla svo sannarlega ekki að dæma, heldur segi ég bara ,,spread your wings and fly girl!”

Roddy segir einnig i viðtali að hún hafi verið vön að klæða sig í föt móður sinnar þegar hún var ungur drengur. Hún hafi áttað sig á því árið 2018 í myndatöku að hún vildi ganga alla leið og verða kona, þegar hún var beðin um að sitja fyrir í kvenmannsklæðum.

Hún segist vonast til þess að seinna meir muni hennar verða minnst fyrir viljastyrk og ákveðni.

Roddy mun seint gleymast held ég!

Áfram við öll- be who you are and who you want to be! Það er pláss fyrir alla í heiminum.

Let´s all just fly!!