Pete-Our Windmill Pilot

0
2685

Spennið beltin Bachelor nation, coz our crazy ride has begun!!!!

Ef það er eitthvað sem er geggjað við janúar mánuð- fyrir utan afmælið mitt, að þá er það tími Piparsveinsins og snarkreisí stúlkna sem berjast um ást hans!

Bachelor þættirnir sívinsælu hófu göngu sína vestanhafs í gær við mikinn fögnuð ákveðins hóps- og jafnframt risastórs hóps worldwide. Stjarna þáttanna er eins og við öll vitum sem fylgjumst með, krúttlegi drengurinn Peter Weber.

Pete skaust upp í stjörnuhiminn Bachelor stjarnanna eftir að hafa birst í Bachelorette þáttunum, þar sem Hannah Brown braut hjartað hans í mola. Álit fólks á Peter fór stigvaxandi eftir því sem ástin milli Hönnuh og Pete óx. Peter komst í topp 3 ef svo má að orði komast, en var þá sendur heim, við mikla sorg aðdáenda þáttanna.

Hannah og Pete höfðu átt virkilega hot and steamy ástarsamband, og þegar þau fengu að eyða nóttinni saman í vindmyllu, þá gerðust töfrarnir.

Myndaniðurstaða fyrir peter weber kiss gif

Að sögn Hönnuh stunduðu þau kynlíf 4 sinnum yfir nóttina and it was hot. Þess ber að geta, að þegar Hannah lét þetta flakka, voru foreldrar Pete í sjónvarpssalnum og klöppuðu manna hæst. Stolt af stráknum sínum.

Eitthvað vantaði samt sem áður upp á samband Hönnuh og Pete, því hún sendi hann heim og valdi ómerkilega punginn Jed.

Ég heyrði þá sögu að brottför Pete hefði verið plönuð af framleiðendum þáttanna. Þau hafi séð að þarna væru þau með gullmola í höndunum, sem gæti vel haldið uppi sinni eigin þáttarröð af Bachelor. Hafi því Hannah verið beðin um að fórna honum heim. Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það, en það er alvitað að framleiðendur þáttannna hafa mikil ítök á atburðarrásum.

En hver er þessi Pete?

Peter er fæddur þann 4 ágúst árið 1991- og er því 29 ára gamall

Móðir hans kemur frá Kúbu, en pabbi hans er bandaríkjamaður sem á ættir að rekja til Þýskalands.

View this post on Instagram

It’s impossible for me to express how thankful I am for having the most amazing opportunity to find my girl. To every single woman that shows up tonight, thank you from the bottom of my heart for taking a chance on me. Through every high and every low, I had the time of my life getting to know you all and made memories I will cherish forever. Thank you for being patient with me when I needed it, your grace never went unnoticed. To everyone involved in playing a part to make all of this come together, thank you. You all know who you are and we’re family for life. To Bachelor Nation, you all have been absolutely amazing. I have felt the love non stop and it means so much that you have invested in me finding what I’m after. I hope you all enjoy the flight, we’re cleared for takeoff ✈️ #TheBachelor

A post shared by Peter Weber (@pilot_pete) on

Sagt er að þessi nýji Bachelor okkar hafi tvo kosti sem fyrrum Bachelor stjörnur hafi ekki haft við upphaf þáttanna. Alvöru vinnu og engan áhuga á samfélagsmiðlum.

Pete er sama um samfélgsmiðla feril sinn, en er samt sem áður með gríðarlegt fylgi þar, eða 1,4 milljón fylgjendur á Instagram. Hann er ekki með Twitter og ef hann mögulega gæti, þá mundi hann helst vilja takka síma með engum öppum. Hann vill miklu frekar fljúga þangað til hann verður 65 ára- en þá neyðist hann til að hætta sökum aldurs.

Hann fylgdi í fótspor föður síns og varð flugmaður árið 2015. Hann flýgur fyrir Delta Airlines og er gríðarlega stoltur af sjálfum sér og því sem hann hefur áorkað. Við sjáum nú til hvernig Delta ferillinn verður eftir þættina….Yngri bróðir hans er einnig flugmaður og virðist flugbakterían vera í blóðinu, því móðir hans starfaði sem flugfreyja á yngri árum.

Ég viðurkenni að ég var alltaf í smá sveiflu með hvort mér fyndist Pete vera nógu spennandi í þáttunum hennar Hönnuh. Hann er með má baby face og ég átti erfitt með að ímynda mér hann sem nógu sterkan karakter. Hann vann mig svo sannarlega yfir á sitt band þegar líða tók á Bachelorette seasonið- og er ég virkilega ánægð með að hann fronti þættina.

Myndaniðurstaða fyrir peter weber kiss gif

Ég býst ekki við neinu öðru en sjóðandi heitum sleikum í gufuböðum og jafnvel einhverju aðeins meira krassandi. Við vitum öll að von er á Hönnuh aftur í þættina, en hvert hlutverk hennar verður, vitum við ekki enn.

Ég er allavega spennt að komast heim seinna í dag, hlamma mér í sófann, tilkynna öllum í mínum nánasta hring að ég verði ekki til viðtals í ca. 2 klukkutíma. Ég verð að sinna mikilvægari málefnum. Horfa á THE BACHELOR!!

Myndaniðurstaða fyrir peter weber kiss gif

Tjútjú ! Lestin er farin af stað!

View this post on Instagram

37 ára asskotans pæja með engan filter . Hvorki á þessari mynd, né í lífinu almennt – Lífsmottóið mitt er svo einfalt- að vera hamingjusöm og elska lífið. Eitthvað sem mér finnst ég hafa náð að halda í alla ævi. – Ég áttaði mig mjög ung á því að lífið er hverfult og getur kippt þeim sem maður elskar í burtu snöggt. Kannski fagna ég svona gríðarlega mikið hverju ári sem ég fæ í þessu lífi- (ásamt dass af athygissýki) útaf því? – Fyrir mér er aldurinn bara blabla. Ég hef aldrei verið i betra formi, aldrei unnið í jafn spennandi verkefnum og fólkið i kringum mig eru eintómir snillingar. Eitt af lykilatriðunum kids, er að umvefja sig með góðu fólki sem maður elskar af öllu hjarta- og elskar mann tilbaka. – Þetta er mögulega skellur fyrir ykkur sem hélduð að ég væri 27 ára, en ég lofa, ég var ekki svona mikil pæja þá😂😂😂. – 37 ára> and ready for what it has to give! ❤❤❤ (Takk mamma fyrir að kenna mér snemma að fara vel með húðina mína) . . . . . #sensai#sensaibeauty#sensaicosmetics#veromoda#veromodaiceland

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza) on