Þau gáfu okkur nákvæmlega það sem við vildum.
Bradley Cooper og Lady Gaga stigu á gyllta sviðið í gærkvöldi í Hollywood og sungu lagið sem er búið að trylla heiminn, ,,Shallow”.
Ég fékk tár í augun…
Þau störðu í augun á hvort öðru á meðan þau sungu og hölluðu ennunum saman í lok lags. Ég beið eftir kossinum…sem aldrei kom.
Nú er bara stóra spurningin. Núna þegar verðlaunatímabilinu er gott sem lokið, munu sögusagnir um ást þeirra til hvors annars deyja , eða halda áfram?
Voru þau svona ógeðslega góðir leikarar, og léku sér með heiminn. Létu okkur öll halda að þau væru kannski að fara að enda saman, coz we all wanted it so bad? Lady Gaga er orðin single en Bradley er ennþá með henni Irinu sinni, unnustu og barnsmóður. Ef við værum öll að hugsa rökrétt að þá auðvitað viljum við ekki að Bradley splundir fjölskyldunni sinni fyrir Gaga. En pínulítill partur af okkur vill að Ally og Jackson séu saman. Pínuponsusmápartur!
Þau allavega negldu þetta á sviðinu í gær, tóku gyllta kallinn heim og fóru nææææstum því í sleik.
…og bara svona rétt til að drepa þetta alveg fyrir okkur, að þá faðmaði Irina Gaga fast að sér skælbrosandi þegar þau unnu og var su fyrsta sem stökk á fætur eftir flutninginn þeirra á sviðinu.
Ohh well