Er Ellen að hætta!!?? Þetta má aldrei gerast!

0
1932

Ég viðurkenni að ég fékk nettar hjartsláttartruflanir þegar mér voru rétt i þessu að berast þær fregnir yfir hafið að Ellen, einn ástsælasti skemmtikraftur í heimi, væri mögulega byrjuð að hugsa um endirinn á spjallþættinum fræga ,, The Ellen Show” sem heimurinn elskar.

Þetta má bara ekki gerast!!! Ellen segir í nýlegu viðtali við The New York Times sem birtist í gær, miðvikudag, að hún færi fram og tilbaka með þessa ákvörðun. Hún er með samning til ársins 2020 og vill Portia,eiginkona hennar að hún fari að sinna öðru, á meðan bróður hennar segir að heimurinn þurfi sinn skammt af Ellen gleðinni á hverjum degi!!

Ellen!! Listen to your brother!!!

Þann 18 desember mun hefjast þáttur á Netlfix þar sem Ellen er með uppistand og ég get ekki beðið eftir þeirri veislu. Ég viðurkenni að èg fór að ofanda þegar ég las þessa frétt um hugsanlegt brotthvarf hennar af skjánum, en fór svo á sama tíma að hugsa að auðvitað kemur að því one day.

Ég mundi horfa á Ellen níræða i beinni frá elliheimilinu, þar sem ég er einn helsti aðdáandi hennar i heiminum.  Jú víst er ég það.

Image result for ellen gif

Árið 2018 er senn á enda og árið 2019 að hefjast. Sem þýðir að ef Ellen tekur þá ákvörðun um að hætta….AÐ ÞÁ ER BARA ÁR EFTIR AF ELLEN KRAFTINUM!! Lítill fugl segir mér samt að Ellen sé ekki komin með nóg. She better not!!

Sólarkveðja á ykkur kids og krossum nú putta saman í kór!!