Englar Viktoríu fá sögulega lélegt áhorf!

0
1521

Tískusýningin með englana hennar Viktoríu um borð var sýnd vestanhafs í sjónvarpinu í gækvöldi og hafa aldrei mælst með minna áhorf.

Tölurnar eru komnar í hús og voru ,,einungis” 3.3 milljónir sem horfðu. Fyrsta sem maður hugsar er ,,ha er það lítið?” En ef við horfum á heildarmyndina að þá er það gríðarlega lág tala miðað við þær mörgu milljónir sem búa í USA.

Showið hefur alltaf staðið undir sjálfu sér og áhorfendatölur rokið upp úr öllum mælingum. Í fyrra var sögulegt lágmark, 5 milljón manns sem horfu…en í ár ,,toppuðu” þeir sig með ennþá lægri tölu.

Vangaveltur hafa verið uppi hvort að ummæli yfirhönnuða VS í Vogue í síðasta mánuði séu áhrifavaldurinn. En þar voru þau Ed Razek og Monica Mitro spurð hvort að kæmi til greina að kynskiptingar eða plus size model myndu fá englahlutverk á sýningunni, og þau svöruðu :  ,,No. No, I don’t think we should. The show is a fantasy. It’s a 42-minute entertainment special.” 

Úbbs. Virkilega slæmt svar.

Ég held að það væri bara eitt það töffaðasta sem þau gætu gert. Sýna að þau eru umburðarlynd og opin. Get ekki séð að það myndi skipta nokkru máli…plus size, venjulegar eða kynskiptingar. Ég meina það eiga allir sýnar eigin fantasíur og þær eru vonandi jafn mismunandi og þær eru margar!

Það er skemmst fra því að segja að þau báðust afsökunar á þessum ummælum og sagði Jan Singer sem var CEO hjá VS af sér í kjölfarið.

Það er vandlifað i þessum heimi og best að vanda orð sín vel. Við Íslendingar ættum að vita það manna best eftir síðustu daga hér a landi. Orðin geta sært og LBGT samfélagið varð verulega ósátt við Victoriu Secret.

Ætli dýrðardagar glimmersýningarinnar séu liðnir?

Ræðum það að ári þegar nýjar áhorfstölur koma í hús.