Strákar..Cardi B er single!

0
1602

Cardi B sendi frá sér tilkynningu í nótt (á okkar tíma) þar sem hún segir að hún og eiginmaður hennar og barnsfaðir, Offset, séu að skilja.

Ég viðurkenni að ég varð mjög hissa, því ég hef alltaf haldið að þau væru alveg sjúk í hvort annað. Hún hefur verið óspör við að birta myndir af honum á instagram og skrifa ansi klúra texta undir um allt sem hana langar gera við hann. LOL!

Einnig hafa þau birst oftar en einu sinni, og oftar en 50 sinnum í massa sleik og keleríi í instastory hjá Cardi B. Enn og aftur sanna samfélagsmiðlarnir að lífið er alls ekki glansmyndin sem fólk sendir frá sér. CArdi B segir að skilnaður sé allur í góðu og hún muni alltaf elska hann. Þau hafi bara fjarlægst hvort annað og nú sé svo komið að skilnaður sé næsta skref.

Ég get alveg lofað ykkur því að þó að Cardi B. segi að skilnaðurinn sé í góðu… you just wait people. Um leið og við sjáum mynd á internetinu af Offset og nýrri píu, þá mun skapmikla vinkona mín, Cardi B verða loco og ég yrði ekki hissa þó hún myndi reyna að berja hana.

View this post on Instagram

There you go..peace and love

A post shared by CARDIVENOM (@iamcardib) on