Er Blac Chyna að fara á stjá?

0
1584

Kardashian klanið er að fríka út af stressi yfir mögulegri þáttöku Blac Chyna í raunveruleikaþættinum Love & Hip Hop.

Love & Hip Hop eru raunveruleikaþættir sem fylgja eftir nokkrum frægum R&B og hiphop tónlistarmönnum/konum , framleiðendum og framkvæmdastjórum innan bransans.

Chyna er reyndar alls engin tónlistarkona, en hefur komið fram í þónokkrum tónlistarmyndböndum hjá frægum röppurum. Hún byrjaði ferilinn sinn sem strippari og módel en er sennilega frægust fyrr að vera fyrrum unnusta og barnsmóðir Robs Kardashian.

Það er nokkuð ljóst að Chyna veit of mikið um frægustu fjölskyldu í heimi og stendur þeim systrum ekki á sama um hugsanlega þáttöku hennar. Chyna gæti látið ansi margt flakka frá sér í þessum þáttum til þess eins og fá umtalið, coz she doesn´t hate it!!

Hennar innsti hringur hefur látið hafa eftir sér að það sé EKKI í kortunum hjá Chyna að vera  fastráðin í þáttunum, en hinsvegar gæti hún birst í þeim þáttunum.

Chyna elskar Kardashian ekkert sérstaklega mikið og er ég nokkuð viss um að Mama Kris er strax byrjuð í fyrirfram damage controli. Að sú kona standi upprétt er mér hulin ráðgáta….Ég verð samt að viðurkenna að ég mundi ekkert hata það ef Chyna mundi spill some beans!! Það vilja allir vita hvaða leyndarmál Kardashian fjölskyldan hefur að geyma…Þó þau séu ansi public með allt í lífinu sínu, þá hlýtur að vera eitthvað dörtí í pokahorninu sem enginn veit nema innsti hringur!!

Watch this space…þetta gæti orðið djúsí!