HalloweenQueen er mætt á hvíta tjaldið aftur!

0
1504

Jamie Lee Curtis er ekki dauð úr öllum æðum get ég sagt ykkur, en nýjasta mynd hennar Halloween sló öll aðsóknarmet þegar hún var frumsýnd ytra um síðustu helgi. Hafa notendur Twitter notað miðilinn til að lofsyngja myndina…og látið frá sér að þeir muni líklegast ekki sofa í marga daga, svo hræðilega ógeðsleg sé myndin.

Ég hef skráð það hjá mér, þá fer ég ekki á hana! Mér er hrikalega illa við scary myndir þar sem mikið blóð kemur við sögu. Já ég veit hvað þið sem fylgið mér á samfélagsmiðlum hugsið núna…eftir öll hræðilegu storyin okkar Tinnu systir. Ég get alveg leikið skímsli, en pissa á mig á hryllingsmyndum.

Jamie Lee skrifaði þetta á Twitter og já, vitiði kellan má alveg monta sig! :

,,OK. I’m going for one BOAST post. Biggest horror movie opening with a female lead. Biggest movie opening with a female lead over 55. Second biggest October movie opening ever. Biggest Halloween opening ever.”

Jamie opnaði sig líka í viðtali á dögunum um hrikaleg 10 ár í lífi hennar þegar hún var á hátindi ferilsins og var háð læknalyfjum. Hún stal lyfjum, laug og enginn vissi neitt. Það var ekki fyrren hún stal frá systur sinni að hún ákvað að gera eitthvað í sínum málum. Sem betur fer, því Jamie hefur aldrei verið betri.

Halloween tekur upp þráðinn í raun 40 árum eftir að atburðurinn með Laurie Strode (Jamie Lee) átti sér stað. Laurie er illa farin á sálinni eftir þá hryllilegu atburði sem áttu sér stað þegar hún var ung….og nú er hann mættur aftur á eftir henni.

Jamie segir að fyrri myndin hafi einungis kostað 350.000 dollara og hún var tekin upp á 20 dögum. Myndin halaði inn 47 milljónum dollara og gerði Jamie að stórstjörnu. Jamie segist reyndar ekki skilja afhverju fólk vill fara í bíó og láta hræða sig….hún horfir aldrei á hryllingsmyndir. Hello my soulmate!!

Ef þið viljið kúka í buxurnar ..ætli Halloween sé þá ekki myndin sem þið viljið sjá. Þið getið bókað að ég mun ekki láta sjá mig þar.

Scary kveðja á ykkur kids!