Get ég fengið far með ykkur strákar?

0
1514

Goggi Clooney vinur minn hélt sitt árlega Halloween partý um helgina í Las Vegas, og eins og sannri stjörnu sæmir var flogið yfir til Vegas í einkaflugvél sem var full af skærustu stjörnum í heimi.

George Clooney og Randy Gerber, sem er eiginmaður Cindy Crawford voru klæddir sem flugmenn settust í flugstjórnaklefann og tóku yfir ,,stjórnina”… Goggi fór í PA og lét þessi orð falla : “The good news is Cindy Crawford is going to be your flight attendant,”

– En bætti svo við: “The bad news is, well, we’ve never flown before!”

Lol, mig langar svo vera vinkona George Clooney. Held að hann sé svo helvíti hress og skemmtilegur. Þeir félagar sáu reyndar ekki um flugið yfir frá L.A til Vegas, heldur alvöru flugmenn…sem betur fer. Hér má sjá myndband af þeim félögum um borð.

Frá flugvellinum var haldið beint í hið árlega Casamigos partý , sem þeir félagar , Clooney og Gerber halda. Þetta partý er eitt eftirsóttasta Halloween partýið hjá stjörnunum og vilja allir komast í það.

Ástæðan fyrir nafninu, Casamigos, er sú að Gerber og Clooney áttu saman fyrirtæki sem framleiddi tekíla, en eru búnir að selja það núna fyrir rúma 1 billjón dollara. Þeir eru samt enn með puttana í rekstrinum.

Myndirnar tala sínu máli!!

Jessica Alba og eiginmaður hennar Cash Warren tóku  Top Gun þema.

Cindy Crawford og co.tóku rokkaralookið. Dayyyuuum hvað þau eru heppin í lookinu.

Harry Styles var glitrandi og hress sem ungur Elton John.

Ryan Seacrest mætti sem Karl Lagerfeld

P.Diddy hefur greinilega fengið flugmannamemoið

Lisa Rinna og Harry Hamlin

Ég hefði ekki giskað á neitt annað en að Paris myndi mæta í þessum dúr.

Halloween kveðja á ykkur kids!