Ertu ólétt?

0
1623

Khloé Kardashian fékk þessa spurningu á sig í liðinni viku, þar sem aðdáendur hennar, og ekki aðdáendur tóku sig til og fóru hamförum á samfélagsmiðlum í þessari umræðu. Að Khloé væri búin að láta cheating Tristan barna sig á ný eftir allt sem gerðist með Jordyn.

Umræðan hófst þegar að Khloé birti í instastory mynbönd af sér þar sem hún er í slopp að leika við True dóttur sína. Ég sjálf pældi ekkert í því að hún væri ólétt, heldur spáði ég mikið í þennan kimono blómaslopp sem hún var í , og langaði eignast hann. Það var ekkert við þetta story sem kveikti á þessari pælingu minni. Ég viðurkenni samt að ég grandskoðaði þetta story aftur eftir að ég sá umræðuna- en sá ekki þessa umræddu óléttubumbu.

Slúðrið náði að sjálfsögðu hæstu hæðum, því það snerist um að Khloé bæri barn Tristans undir belti, og var fólk frekar brjálað yfir þeirri ,,staðreynd”. Khloé var fljót að drepa orðróminn og mátti lesa í twitter skilboðum hennar að henni blöskraði þessi umræða.

Hún væri svo sannarlega ekki ófrísk.

Annar stór áhrifavaldur lenti í því að fá þessa spurningu eftir að hafa birt eftirfarandi myndir af sér í story á gramminu. Kenza er huge tískubloggari, fatahönnuður og áhrifavaldur frá Svíþjóð, og er hún mjög dugleg að hjóla pent í fylgjendur sína.

Hún sagðist ekki vera ólétt, og fannst mér þetta caption hennar spot on.

Ég fékk á mig þessa spurningu þegar ég birti þetta myndband þegar ég var á Tenerife í desember.

Ég man að ég hugsaði þegar eg las skilaboðið: ,,ÁI”

 Bankaði svo fast í hausinn á mér og minnti sjálfa mig á að ég gekk með tvö börn Í EINU þarna inni.

Ég vil samt sérstaklega taka það fram að fylgjendur mínir eru regnbogar og rósablöð og hef ég verið einstaklega heppin með falleg skilaboð í gegnum árin- og var þetta skilaboð pottþétt ekki  illa meint. Það var smá högg hinsvegar því ég er bara alls ekkert ánægð með magann á mér eftir meðgönguna. There, I said it. En það er líka bara allt í lagi. VIð erum öll allskonar og verðum að rokka það sem við höfum.

 Khloé og Kenza eru með ca. milljón fleiri fylgjendur en ég á gramminu -og fá mögulega þar af leiðandi ca. 500.000 komment á allt það sem þær gera.

Just Dont GIFs | Tenor

Ég legg til að enginn sendi neinum þessa spurningu. You will never know where it will hit.

Ég skal lofa samt að láta ykkur vita ef Khloé verður ólétt…eða Kenza. Fyrir áhugasama, þá er ég bara góð með mína fjörugu tvíbura og stefni ekki á frekari barneignir.

Eddie Murphy Ok GIF By Hollywood Suite-source.gif GIF by ...