Who are you Kirby Jenner?

0
1527

Spurning sem trölllríður öllum samfélags og fréttamiðlum þessa stundina er nákvæmlega þessi spurning: ,,Hver ertu Kirby Jenner”.

Kardashian/Jenner systurnar hafa nú síðastliðinn sólarhring hent inn á miðlana sína teaser úr nýrri raunveruleikaseríu sem er að byrja, og segja að nú sé stóra leyndarmálið komið út. Hinn leyndi bróðir væri kominn í sviðsljósið.

Kirby Jenner er listamaður og einn af þeim sem hefur öðlast frægð á internetinu fyrir instagram reikning sinn þar sem hann fótósjoppar sig inn á myndir með Kendall Jenner, sem er partur af frægustu fjölskyldu heims- og hann gerir það svo vel að ef maður vissi ekki betur þá myndi maður halda að hann væri viðstaddur í þessum tökum.

Hann heldur því fram að hann sé módel og tvíburabróðir Kendall og frá því hann kom fyrst fram hefur hann aldrei dottið úr karakter opinberlega. Það fáránlega við þetta er allt er sú staðreynd að hann er sjúklega líkur Kris og stelpunum.

Hvert einasta viðtal sem hann fer í og birtist í er hann fullkomlega í synci við það sem hann hefur skapað. Mikil dulúð er yfir hver hann sé í raun og veru og fann ég hvergi upplýsingar um það.

Hann talar um Kris sem ,,mom” og hinar systurnar sem sínar eigin.

Hann hefur margoft verið tilnefndur til hinna ýmsu verðlauna fyrir bestu myndirnar, myndvinnslu, húmor og fleira.

Hann hóf feril sinn á Instagram árið 2015 og ári seinna hafði fylgjendahópur hans náð tæpri hálfri milljón fylgjenda. Í dag er fylgi hans á gramminu 1,3 milljón. Miðillinn Newsbeat lýsir Jenner sem fagmanni á heimsmælikvarða í myndvinnslu, svo raunverulegar eru myndirnar hans. Það er án gríns rugl hversu vel hann gerir þetta.

Kendall hefur oft hlegið hátt af myndvinnslu hans og rætt um hann í viðtölum.

Hann er alls ekkert creep sem stalkar þær heldur húmoristi fram í  fingurgóma.

Núna er kappinn kominn með sinn eigin raunveruleikaþátt, sem MAMA KRIS FRAMLEIÐIR,  að sjálfsögðu. Kellan sér dollara í honum. Systurnar munu allar birtast í þáttunum. Þættirnir hófu göngu sína í gær á nýrri streymisveitu sem heitir Quibi.

Ef þið eruð ekki að followa Kirby þá mæli ég með því að þið gerið það asap, coz he is hilarious!

-og ég þarf einhvern vegin að komast í Quibi appið.

 

Previous articleErtu ólétt?
Next article#jimmyfallonisoverparty
Eiginkona, mamma, Hollywood Expert (heimatilbúinn titill) skemmtikraftur, blómskreytir, bloggari & áhrifavaldur. Mun láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar hér inni....og mun einbeita mér að lífi fræga fólksins sem staðsett er um allan heim!! Hollywood here we come!