Glókollurinn hans Drake

0
2061

Rapparinn Drake gladdi aðdáendur sína í gær með því að birta í fyrsta sinn myndir af 2 ára syni sínum, Adonis.

Adonis fæddist árið 2017 og hefur Drake tekist að halda honum alveg utan við sviðsljósið- allt þangað til í gær, þegar hann birti nokkrar myndir af litla ljóshærða krullubangsanum sínum með ljósu augun.

Enginn vissi af tilvist Adonis í margar mánuði eftir fæðingu hans, en hann fæddist eins og áður sagði í október 2017. Fréttir af fæðingu hans bárust hinsvegar ekki fyrr en í maí 2018- sem ég verð að segja að sé nokkuð vel gert hjá Drake.

Rapparinn Pusha T. fékk víst upplýsingar um að Drake ætti son, og notaði hann þær upplýsingar gegn Drake þegar þeir voru í einhverju rappfight yfir laginu Infrared(mjög þroskað málefni til að láta svona viðkvæmar upplýsingar leka). Drake staðfesti að lokum þær sögur að hann ætti son, en hann hefði svo sannarlega ekki verið að fela hann fyrir heiminum, heldur hefði hann ákveðið að fela heiminn fyrir syni sínum.

Á sama tíma staðfesti Drake að barnsmóðir hans væri Brussaux en þau voru fyrst linkuð saman í byrjun ársins 2017. Samkvæmt heimildum var þetta ,,one night stand”.

Drake sagði í viðtali árið 2019 að hann hefði verið óviss um það hvort hann ætti barnið og fór það svo að þau fengu DNA til að fá úr því skorið.

Sagði hann einfaldlega að honum hefði fundist Adonis svo ólíkur sér, enda er drengurinn gullinhærður með blá augu. Gjörsamlega algjört augnakonfekt.

20 Photos of Drake and His Mom That Will Make You Melt In Your ...

Það eru samt ótrúleg líkindi með móður Drake og Adonis. Hann er ótrúlega líkur henni.

Drake segist vera mikill pabbi  og sér ekki sólina fyrir litla krúttkallinum sínum.

View this post on Instagram

🧡🧡 📸@unnurmagnaphotography

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza) on