Harmleikurinn í Calabasas

0
1993

Gríðarlega mikil þoka var í Calabasas í gær þegar þyrla Kobe Bryant hrapaði með 9 manns um borð.

Eins og fréttir hafa greint frá, létust Kobe og dóttir hans Gianna. Nú hafa hin fórnarlömbin verið nefnd.

Sarah Chester og Peyton Chester

John Altobelli og eiginkona hans Keri 

Alyssa Altobelli

Liðsfélagar Giönnu, þær Alyssa og Peyton voru einnig um borð ásamt foreldrum Alyssu og móður Peyton.

Christina Mauser sem starfaði sem körfuboltaþjálfari í Mamba Academy (eiginmaður hennar var ekki um borð)

Flugmaðurinn Ara Zobayan

Körfuboltaþjálfari stúlknanna var einnig um borð, Christina og flugmaðurinn Ara. Alyssa átti tvö önnur systkini sem voru ekki um borð og körfuboltaþjálfarinn Christina lætur eftir sig eiginmann og börn.

Lögreglan hefur staðfest að lögregluþyrlur voru ekki leyfðar í loftið á sunnudag sökum þokunnar og því hefði þyrla Kobe ekki heldur átt að fara í loftið.

Flugturninn hefur gefið út að hann hafi varað flugmann þyrlunnar við því að hann væri að fljúga of lágt.

Samkvæmt flugheimildum lýtur út fyrir að þyrlan hafi átt í erfiðleikum stuttu eftir flugtak, og má sjá í gögnum hvernig hún fór í nokkra hringi í um 15 mínútur, rétt áður en hún brotlenti í hlíðum Calabasas, ekki langt frá heimili Kourtney Kardashian.

Enn er rannsókn í gangi á því hvað það nákvæmlega var sem olli slysinu, en samkvæmt mínum heimildum var þyrla Kobe svokölluð limósína þyrlanna og í mjög góðu standi. Ólíklegt þykir að einhver vandamál hafi komið upp í þyrlunni sjálfri.

Gríðarleg sorg hefur gripið heiminn vegna slyssins…

og mátti sjá LeBron James fella tár ásamt liðsfélögum sínum í LA Lakers á flugvellinum í LA, en þeir voru að koma tilbaka eftir leik í Fíladelfíu þegar þeir fengu fréttirnar.

Kobe markaði ekki einungis körfuboltaheiminn, heldur var hann ötull talsmaður barna sem stunda íþróttir og fjármagnaði körfuboltaakademíuna Mamba Academy- sem hann og fólkið um borð í þyrlunni voru á leið til. Mikil sorg greip börnin og var haldin bænastund hjá öllum í Mamba.

View this post on Instagram

B&W . . . . 📸@vilhelmgunnarsson

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza) on