Kobe Bryant og dóttir hans Gianna eru látin

0
2082

Sú harmafregn var að berast að körfuboltalegendið Kobe Bryant sé látinn, 41 árs að aldri ásamt  dóttur hans Gianna sem var 13 ára gömul.

Kobe og dóttir hans Gianna voru á leið á körfuboltaæfingu þegar þyrlan hrapaði. Eldur kviknaði víst um borð og þyrlan féll niður. Bráðaliðar fóru strax á vettvang en enginn komst lífs af.

Samkvæmt heimildum TMZ var eiginkona hans, Vanessa Bryant, ekki um borð.

Kobe hefur ferðast mikið með þyrlum í mörg ár.

Kobe lætur eftir sig eiginkonu sína Vanessu og þrjár dætur.

Kobe er einn af goðsögnum NBA körfuboltaheimsins og talinn einn besti körfuknattleiksmaður frá upphafi.

Hann komst 18 sinnum í draumalið NBA deildarinnar á 20 ára ferli sínum, hafði unnið 5 NBA titla, tvisvar sinnum verið valinn Most Valuable player. Lakers lögðu númerin hans á hilluna eftir að hann hætti árið 2016, nr.8 og 24 – en það er í fyrsta skipti í sögu Lakers sem það er gert.

Kobe var fæddur þann 23 ágúst 1978 í Fíladelfíu. Hann hóf NBA feril sinn um leið og hann útskrifaðist úr menntaskóla og spilaði öll sín 20 ár í deildinni með LA Lakers.

Hann giftist eiginkonu sinni VAnessu Bryant, 38 ára, árið 2001, og var Vanessa 18 ára gömul.

Þau eignuðust dætur sínar 4, þær Nataliu árið 2003, Gianna-Maria árið 2006, Bianka Bella fæddist árið 2016 og fjórða dóttir þeirra, Capri fæddist í júlí 2019.

ÁRið 2011 sótti Vanessa um skilnað, en þau unnu í sínum málum og í janúar 2013 tilkynntu þau að skilnaðurinn væri farinn af borðinu, og þau væru hamingjusamari en nokkru sinni fyrr.

Gianna var eins og áður sagði, 13 ára gömul, og rísandi stjarna í körfuboltaheiminum.

Ljóst er að heimurinn missti mikið í dag í dag og hafa samfélagsmiðlar hellt úr skálum sorgar sinnar síðan fréttin barst. Fréttin er enn í vinnslu

Hræðilega sorglegt og hugur minn er hjá ástvinum þeirra og fjölskyldu.