Hjartaknúsarinn Luke Perry

0
1717

í ljósi þeirra harmafregna sem bárust aðdáendum Luke Perrys í dag, fregnum af andláti hans, að þá finnst mér vel við hæfi að rifja upp hver Luke var í raun og veru og renna yfir lífsskeið hans sem var allt of stutt.

Luke fæddist árið 1966 og skaust lengst upp í stjörnuhiminn þegar hann lék Dylan McKay  í þáttunum Beverly Hills 90210.

Hann fór fyrst í áheyrnarprufur fyrir hlutverk Steves, en missti það hlutverk til Ian Ziering…sem betur fer. Luke átti upphaflega að vera í gestahlutverki í þáttunum en þegar season tvö hóf göngu sína var Dylan orðin vinsælasti karakterinn og svokallað teen idol. Var hann í burðarhlutverkunum í þáttunum og gríðarlega vinsæll.

Image result for luke perry beverly hills

Hann var kærasti Brendu og þau sem par voru fan favorite. Þegar þáttaröð 2 kom út mældust áhorfstölur þannig að hægt var að segja að 50% allra unglinga væri að horfa. Sjaldan hafa mælst jafn háar áhorfstölur á þætti sem þessum og var þáttaröðin ein af vinsælustu sem FOX sjónvarpsstöðin hefur framleitt.

Má segja að Beverly Hills 90210 hafi greitt leið annara unglingaþátta sem komu síðar.

Luke sagði í viðtali við Whoopi Goldberg árið 1990 að hann hefði farið í 215 áheyrnarprufur áður en hann fékk hlutverk í auglýsingu í New York, sem leiddi hann í kjölfarið í Beverly Hills.

Luke hefur leikið á sviði, kvikmyndum, sjonvarpsþáttum, ljáð teiknimyndafígúrum rödd sína og undanfarið leikið í þáttaröðinni Riverdale, sem Fred Andrews.

Luke lætur eftir sig 2 börn sem hann á með fyrrum eiginkonu sinni, þau Sophie sem er fædd árið 2000 og Jack sem er fæddur árið 1997. Unnusta hans var Wendy Madison Bauer.

Shannen Doherty, sem lék Brendu í 90210 póstaði þessari mynd þegar fréttirnar um heilablóðfall Luke birtust. Óhhh they were the best. Shannen hefur fengið sinn skerf af veikindum, en hún barðist við brjóstakrabbamein , sem hún sem betur fer sigraðist á.

Luke hefur alla tíð verið elskaðye og dáður af samstarfsfólki sínu og má sjá á samfélagsmiðlum og fréttamiðlum hversu marga hann hefur snert í gegnum árin. He was one of the good ones

 

Luke sagði þetta um hlutverk sitt sem Dylan McKay : ,, I´m going to be linked to him until the day I die, but that´s actually fine. I created Dylan McKay. He´s mine.

Hann var svo sannarlega þinn elsku Luke, og mikið ofsalega er ég leið að þinn dagur var kominn. Alltof ungur og alltof hæfileikaríkur.

Image result for crying gif

Crying Ruz er out…