R.Kelly neitar, grenjar og er reiður

0
1829

Gayle King, þáttastjórnandi hjá CBS News, og besta vinkona Opruh Winfrey, var með R.Kelly í mjög svo svakalegu viðtali í gær, viðtal sem fer í loftið í dag.

Allir sem hafa fylgst með R.Kelly málinu vita að hann er ásakaður um barnaníð, að hafa haldið stúlkum undir lögaldri hjá sér nauðugum í kynlífsdýflissu og stundað mök með þeim og tekið það upp.

Byltingin #muterkelly var sett í gang þegar málið komst í hámæli og fjarlægði Spotify öll lögin hans af tónlistarveitu sinni.

Þetta er í fyrsta sinn sem R.Kelly sest niður og ræðir þessi mál og hann var reiður og fer að grenja.

Hann neitar ÖLLUM ásökunum, segist vera að berjast fyrir lífi sínu, hann hafi aldrei haldið neinni nauðugri hjá sér og alls ekki nauðgað neinni.

Image result for shame on you gif

Damn Kelly!!! Það eru til video upptökur af honum sem eru helstu sönnunargögn lögreglunnar, þar sem sést vel í andlit hans OG HANN NEITAR!! Maðurinn er gjörsamlega siðblindur og sér ekkert rangt í því sem hann hefur gert.

Á einum tímapunkti verður hann svo reiður að þurfti mann til að halda honum. Gayle hinsvegar heldur coolinu allan tímann og spyr hann spjörunum úr. Kelly segir að það sé ekki hægt að draga upp gömul mál gagnvart honum,því þau mál séu búin og engin ákæra á hendur honum með það.

Þegar Gayle spyr hann hvort hann hafi einhvern tíman haldið stúlku gegn vilja sínum, segir hann: ,, I don´t need to. Why would I?” That´s stupid! Use your common sense” R.Kelly var árið 2002 ákærður fyrir að sofa hjá 14 ára stúlku og taka það upp á video. WTF gaur! Það eru svo mörg sönnunargögn gegn honum.

Ég bíð spennt eftir að heyra allt viðtalið sem er víst klukkutima langt og er mjög dramatískt.

Cry me a river R.Kelly

Þið fáið fleiri fréttir af frægum í instastories hjá mér!