We´re having a baby!!!

0
1976

Það er vel við hæfi að tæta af stað inní nýtt ár með blússandi stórar fréttir.

En þær fréttir voru að berast frá mjög svo áreiðanlegum miðlum að Kim og Kanye ættu von á sínu fjórða barni með hjálp staðgöngumóður.

Þau eiga nú þegar dótturina North, soninn Saint og dótturina Chicago sem fæddist einmitt líka með hjálp staðgöngumóður snemma á síðasta ári.

Kim eignaðist North og Saint sjálf, en átti erfiðar meðgöngur og hefur fengið þær upplýsingar að ef hún mundi reyna að ganga með annað barn, gæti vel svo farið að bæði hún og barnið myndu bæði deyja.

Hún er víst með vandamál með legið og fylgjuna. En fylgjan kemur vanalega út hjá konum strax eftir að barnið er fætt. Hjá Kim gerist það ekki. Fylgjan grær sig svo djúpt inn í legið að t.d þegar North fæddist, að þá þurfti læknirinn að fara með höndina inn í leggöngin og skrapa fylgjuna út með fingrunum. Þetta ástand getur verið gríðarlega hættulegt móðurinni og eru einungis 5% kvenna sem þetta gerist hjá.

Þegar Kim gekk svo með Saint gekk það aðeins betur, þó að hún hafi þjáðst af miklum bjúg á meðgöngunni og eftir að hann fæddist ráðlögðu læknarnir henni að ganga ekki aftur með annað barn. Chicago var því fædd í þennan heim með hjálp staðgöngumóður ,sem Kim og Kanye náðu gjörsamlega að halda fyrir utan sviðsljósið og er enginn sem veit hver sú kona er, nema þeirra allra nánustu.

Job well done K & K.

Mikil gleði umlykur því Kardashian veldið á nýju ári með tilkomu nýjasta erfingjans sem er á leið í heiminn.

Ég get alveg sagt ykkur það að eftir 15 ár munu Kardashian/Scott/Disick/Thompson kynslóðin eiga heiminn líkt og mæður þeirra og amma hafa gert síðustu 15 ár. Framtíðar *IT kynslóðin er fædd og ég get ekki beðið eftir að fylgjast með þeim.

Er nokkuð viss um að börn J-Lo og Beckham muni einnig eiga sviðsljósið og verða stórstjörnur eins og foreldrarnir.

Spurningin er bara hvort þau muni eiga kvikmynda/fyrirsætu/tónlistar /íþrótta eða sjónvarpsframa.

Ég ætla allavega að sitja á fremsta bekk og fylgjast spennt með!

Til hamingju elsku Kim og Kanye! Ég hlakka til að heyra nýja nafnið! Er eiginlega spenntust fyrir því!