Loksins Jennifer!

0
1729

Já loksins tekur Jennifer skrefið í átt frá Ben Affleck og opinberar samband sitt við John Miller.

Hver er John Miller spurði ég sjálfa mig? Hann er viðskiptamaður og er forstjóri CaliGroups sem er fyrirtæki sem á Miso Robotics og veitingakeðjuna CaliBurgers. S.s. basically maður með viðskiptavit, en samt sem áður the average Joe. Ekki ógeðslega frægur. Og ég er að fíla það. Held að hún Jen þurfi einn akkúrat svoleiðis inn í líf sitt, eftir high profile samband sitt við Ben.

Ben og Jen byrjuðu saman árið 2005 og eiga saman 3 börn. Það var í apríl 2017 sem þau sóttu um skilnað frá hvort öðru, og held ég að aðalástæðan hafi verið drykkjan og óreglan hjá Ben.

En eins og kannski margir muna eftir þá fór allt til fjandans hjá elsku kallinum fyrr í sumar, þegar sást til hans vera að fá heimsendingu af áfengi.

Þá greip Jen til sinna ráða og kom fyrrum eiginmanni sínum í meðferð. Það besta við Jen er hvað hún er góð.

En hún á víst að vera búin að vera í sambandi við John í um 6 mánuði, þannig að samband hennar við hann var ekki komið langt þegar hún setti líf sitt á hold í smá tíma til að koma Ben í meðferð. Ben hefur náð að halda sér réttu megin við edrú línuna síðustu mánuði og er duglegur að fara á fundi og sinna stelpunum sínum.

En þrátt fyrir skilnaðinn eru þau merkilega góðir vinir og halda góðu sambandi barnanna vegna. Sem mér finnst dásamlegt og nauðsynlegt.

Ég vona að hún Jen mín verði hamingjusöm og mikið vona ég líka að hann John sé góður gaur. Myndarlegur er hann allavega!