Internetið logar vegna orða Liams

0
1757

Liam Neeson er aldeilis búinn að koma sér í klemmu og hefur verið kallaður rasisti, Ku Kux Klan gæji og ég veit ekki hvað og hvað.

Hann var staddur í viðtali hjá Independent að kynna nýjustu myndina sína þegar Cold Pursuit og berst talið að því hversu hræðilegt tilfinning það sé að finnast maður þurfa að hefna einhvers.

Liam segir þá frá vinkonu sinni sem var nauðgað á hræðilegan hátt fyrir 40 árum. Hann hafi verið miður sín og spurt hana strax hver gerði þetta og hverra kynþátta hann væri. Hún svaraði honum að viðkomandi hefði verið svartur, en annað myndi hún ekki.

Hann varð svo fullur af heift í garð blökkumanna , að í viku gekk hann um götur Norður Írlands með kylfu í vasanum, tilbúinn að drepa hvern þann blökkumann sem myndir horfa á hann. Honum fannst hann þurfa að hefna fyrir þessa vinkonu sína. En hann tók líka fram að ef viðkomandi hefði verið hvítur, asískur eða annara kynþátta, þá hefði hann brugðist eins við. Ok ég viðurkenni að þessi orð hans eru smááá skita…en samt sem áður heil 40 ár síðan.

Hann mætti í morgun i viðtal í Good Morning America til að útskýra mál sitt…og hann gerði það vel. Í þessu viðtali segir hann að í dag skammist hann sín fyrir að hafa hugsað svona um alla blökkumenn á þessum tíma, því auðvitað væru þeir ekki glæpamenn nema lítil prósenta.

Image result for liam neeson gif

 Allt þetta viðtal í ,,Indepentent” hafi verið tekið úr samhengi og því blastað um alla miðla að Liam viljji drepa blökkumenn og sé kynþáttahatari. EKki veit ég afhverju pressan hefur ekki unnið heimavinnuna sína betur, en það er alveg greinilegt að Liam talar um þessa viku sem hann átti fyrir 40 árum siðan með mikilli eftirsjá.

John Barnes, sem er Liverpool legend og blökkumaður, hefur komið Liam til varnar og sagt að þetta sé meira ruglið, því að í raun ætti að þakka Liam fyrir að opna sig um þetta tiltekna mál, og fyrir að hafa séð að sér eftir þessu viku af kynþáttahatri sem hann upplifði fyrir 40 árum.

Ég veit að Liam á marga vini sem eru af öðrum kynþáttum og væri mjög hissa ef hann væri KKK klan eins og Piers Morgan lét t.d falla um hann.

Piers getur orðið óþarflega æstur yfir sumum málefnum og á það til að vera ekki nógu málefnalegur.

Mér persónulega finnst hræðilegt að verið sé að hengja Liam fyrir eitthvað sem gerðist fyrir 40 árum síðan, því batnandi mönnum er svo sannarlega best að lifa…og Liam segir mjög ákveðinn að hann hafi orðið ,,horrified and ashamed for his thoughts.”