YE has been born

0
1987

Kanye, Kanye, Kanye…eða afsakið mig…

YE.

Kanye hefur í enn eitt skiptið komið mér á óvart. En þessi stórkostlegi rappari tilkynnti síðatliðinn laugardag að hann væri nú búinn að breyta nafninu sínu í YE.

Sem er bara alveg gott og blessað og hann er ekki fyrsti tónlistarmaðurinn sem breytir nafninu sínu. Það besta við þetta er reyndar að ef maður googlar YE núna, sólarhring (þegar þetta er skrifað) eftir að hann tilkynnti um nafnabreytinguna, að þá er hann það fyrsta sem poppar upp á wikipedia. He got the power people.

En Ye er öruggega ekki auðveldur maður að vera giftur, og hefur Kim K oft varið hann og hans gjörðir á samfélagsmiðlum sínum, en YE tók ekki bara sviðið í SNL til að tilkynna þessa nafnabreytingu sína, heldur einnig til að koma áleiðis ást sinni á manni nokkrum sem hefur valdið miklu fjaðrafoki í heiminum, engum öðrum en Donald Trump.

Hann stóð upp á sviði með rauða derhúfu þar sem á stendur  ,, Make America Great Again“ og sagði meðal annars þetta :

“There’s so many times I talk to like a white person about this and they say, ‘How could you like Trump? He’s racist.’ Well, if I was concerned about racism I would’ve moved out of America a long time ago.

Chris Rock var með símann á lofti og tók þetta allt upp og má heyra hann segja á upptökunni ,, Ohh my god“- en Trump hefur eins og allir sem fylgjast með ekki haft mikla samúð með fólki af öðrum kynþáttum og vakið upp mikla ólgu hjá þeldökku fólki og öðrum kynþáttum. Þetta rant var hvergi á áætlun SNL stjórnenda og kom hann aftan að þeim með þessu og á milli þess sem áhorfendur í sal púuðu á YE að þá kom dauðaþögn yfir allt.

Kræst, alltí einu er ég bara byrjuð að skrifa YE eins og ekkert sé. Ohh those famous people eru með mann í rassvasanum.

Ég bíð líka spennt eftir því hvort að Kanye láti af því verða að flytja til Chigaco eins og hann hefur sagtst ætla að gera, en allir vita að Kim mun ALDREI flytja frá Cali, eða ég skal hundur heita ef hún gerir það.

Þá breyti ég nafninu mínu í hund og það kemur upp á wikipedia (þegar ég verð orðin nógu fræg fyrir wiki)

Eins og Kanye greindi frá fyrir ekki svo löngu, að þá er hann með geðhvarfasýki og þegar ég heyrði það, að þá skildi ég hann aðeins betur. En hann er bara svo helvíti öflugur að koma með sínar skrýtnu yfirlýsingar að ég á það til að gleyma því . Það er kannski ágætt að minna sig á það þegar yfirlýsingarnar streyma frá honum, oftar en ekki á twitter, þar sem hann fer oft hamförum.

Snoop Dog henti reyndar stórum shade á kallinn á instagram fyrir nokkrum dögum þar sem Ye póstaði mynd af sér með afsakið ,þessa helvítis rauðu ljótu derhúfu, sem á stendur Make America great again”

– Snoop kommentaði undir : Make ya music great again

Ég frussuhló upphátt yfir þessu kommenti!!! 

Ég læt hugann oft reika til Kim og hugsa hvað ætli renni í gegnum huga hennar þegar maðurinn hennar fer á stjá. Hún er allavega með besta damage control þjálfara í heimi. Móður sína Kris Jenner sem þarf iðulega að standa í stórræðum með pressuna vegna allra barnanna sinna sem eru daglega á öllum miðlum heims.

Ég mun samt aldrei efast um hjónaband Kim og Kanye. Kim sagði frá því á dögunum að henni hefði boðist frá ónefndu fyrirtæki milljón dollara samningur sem fólst í að hún ætti að birta mynd á instagram og klæðast fatnaði frá þeim, en þetta tiltekna fyrirtæki hefur oft að mati Kanye, hermt eftir fatnaði Yeezy, sem er hönnun Kanyes. Hún hringdi í Kanye og hann sagði henni að neita þessum samning, og var Kim ekki alveg sátt því þetta voru miklir peningar. Stuttu seinna var mæðradagurinn og gaf Kanye þá Kim milljón dollara ásamt hlut í Yeezy fyrirtækinu.

Boy he knows the way to the heart of his lady!

Get ekki beðið eftir næstu yfirlýsingu frá YE!!