#jimmyfallonisoverparty

0
1781

Here we go.

Hashtaggið #jimmyfallonisoverparty er að trenda stíft á Twitter og sitt sýnist hverjum.

Í gær birtist á Twitter gömul klippa af Jimmy þar sem hann kemur á svið sem eftirherma Chris Rock í SNL.

Klippan er meira en 20 ára gömul og ástæða þess að allt er loco er sú að Jimmy er málaður svartur, eða er svokallað Black Face.

Það er alvitað nú í seinni tíð að sá gjörningur er móðgun við blökkumenn og þeirra kúltúr og er rasismi.  Fyrir 20 árum var ekki sú vitundarvakning sem er nú í gangi.

Tvítverjar urðu alveg brjálaðir margir og kalla eftir því að Jimmy verði rekinn frá NBC fyrir þetta og draga fram mál Megyn Kelly sem var rekin af stöðinni fyrir að tala um blackface í beinni útsendingu í fyrra.

Twitter fór að sjálfsögðu á rosalegt flug og fundu notendur miðilsins fleiri fræga sem hafa gert slíkt hið sama og sýnt af sér rasíska hegðun. Krefst fólk þess t.a.m að Jimmy biðjist afsökunar á þessu atriði- (sem var sett saman af stofnanda NBC á þeim tíma).

Ekki vilja allir taka Jimmy ,,af lífi”. Einn segir : í dag getur í raun enginn orðið frægur, því við höfum öll gert eitthvað í fortíðinni sem í dag er ekki samþykkt af samfélaginu.”

Annar segir: Fallon hefði ekki átt að gera það sem hann gerði, en hey, eigum við ekki frekar að cancela Loren Michaels. Hann samþykkti sketsinn.”

Cancel Culture: Time to cancel ourselves. - Hannah Muscat - Medium

Twitter er mikið í því að cancela fólki þessa daganna. Fyrst Taylor Swift, Kanye West, Jimmy Fallon- og hver verður næst undir cancellation lestinni?

Jimmy hefur enn ekki kommentað á þetta og ég efast um að hann geri það.

Yfir í Kirby Jenner sem ég skrifaði um í gær. Hann gaf mér feedback á instagram í gær og ég datt í gólfið.

Okei bæ.

 

Previous articleWho are you Kirby Jenner?
Next articleYeezy Cosmetics
Eiginkona, mamma, Hollywood Expert (heimatilbúinn titill) skemmtikraftur, blómskreytir, bloggari & áhrifavaldur. Mun láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar hér inni....og mun einbeita mér að lífi fræga fólksins sem staðsett er um allan heim!! Hollywood here we come!