God damn gott fólk.
Ég þar eitthvað aðeins að fara að taka mig saman í andlitinu hérna á þessari síðu. Ég viðurkenni að ég missti Hollywood mojoið mitt í smá tíma- en það breytir því ekkert að ég skoða slúðrið alla daga. Ég hef bara ekki gefið mér tíma til að delivera það til ykkar. Mögulega hafði kóróna eitthvað með þetta að gera, í þeirri meiningu að það er ekkert búið að vera mikið fjör í slúðrinu. Allir í sóttkví og enginn að gera neitt ( af sér).
Zippum okkur beint yfir til Hollywood- nánar tiltekið til Calabasas.
Kóngurinn Kanye West hefur sótt um einkaleyfi á listamanna nafninu sínu ,,Yeezy” í förðunar og húðlínu. Nú þegar er hann fata og skóhönnuður og gengur mjög vel þar. En núna ætla kappinn að taka undir sig make-up heiminn, og færi þá í beina samkeppni við eiginkonu sína Kim og mágkonu Kylie.
Kylie, Kim og Kris Jenner eru hinsvegar konurnar sem Kanye ráðfærir sig við í þessu nýjasta ævintýri og er Kim víst mjög supportive við þetta nýjasta ævintýri.
Kim rekur eins og allir sem fylgjast með Holly, KKW veldið með sínum eigin förðunarvörum, og Kylie að sjálfsögðu orðin billjóner (eða ekki) á veldinu sínu, Kylie Cosmetics.
Mér finnst alveg magnað að Kanye ætli basically í beina samkeppni við the ladies in his life, en allt sem Kanye gerir virðist verða að gulli.
Hvað myndi Kim segja ef Kanye myndi bara hirða allan business yfir til sín? Hann hlýtur að ætla að fara einhverjar aðrar leiðir en allir aðrir.
Kanye er nefninlega snillingur…and he knows it.