Kim syndir í seðlunum

0
2278

Kim K og fjölskylda hafa aldrei verið þekkt fyrir að gefa hvort öðru glataðar gjafir og var engin breyting á þessi jólin.

Kim K keypti mini Louis Vuitton töskur að verðmæti 6.600 dollara stykkið!! fyrir allar litlu systradætur sinar, sem hún kom með heim frá Japan. 6.600 dollarar eru samkvæmt mínum útreikninum 825.000!!!

Og bíddu hvað á Kim margar litlar systradætur?

Dóttir Kourt: Penelope. Dóttir Khloé: True. Dóttir Kylie: Stormi. Dóttir Robs: Dream. 4 frænkur s.s. en ég veit ekki hvort North og Chicago fengu líka. En ef bara þessar 4 systradætur fengu , þá kostuðu töskurnar 3.3 millur!

Image result for money gif

Og ég get alveg lofað ykkur þvi að hún keypti ekki eftirlíkingar á markaði… eins og ég hefði kannski mögulega gert.

Kylie sýndi í instagram myndbandi frá því þegar Kim afhendir Stormi, litlu dóttur Kylie Jenner sem er að verða 1 árs, töskuna og Stormi faðmar töskuna að sér. Ofsa glöð og kát og algjörlega grunlaus um að þetta væri ekki dót, heldur taska sem kostar hálfa íbúð.

Henni hefði verið sama þó að taskan hefði kostað 10 dollara í Toys R´Us get ég sagt ykkur. Hún sér bara þessa fallegu liti sem eru á töskunni og gæti ekki verið meira saman um notagildi hennar.

Ég held að Kim ætti frekar að senda Hollywood fréttaveitu okkar íslendinga , mér, eitt stykku lúlla tösku. ÉG kynni betur að meta hana.